Loksins loksins! Fyrsta almennilega stiklan fyrir The Dark Knight Rises hefur litið dagsins ljós fyrir okkur sem ekki höfðu aðgang að Bandarískum bíóhúsum um helgina, en stiklan er vægast sagt stórbrotin. Hægt er að sjá helstu stjörnur myndarinnar í hlutverkum sínum og má þar nefna Christian Bale og Michael Caine, Tom Hardy sem hinn ógurlegi Bane, Anne Hathaway sem Kattarkonan og Joseph Gordon-Levitt í ótilgreindu hlutverki.
Eitt mest spennandi við stikluna er að tónlistarstef Banes yfirgnæfir stikluna og við sjáum nýja fljúgandi farartæki Leðurblökumannsins í allri sinni dýrð. Einnig er hér að finna fyrsta myndefnið af Anne Hathaway úr myndinni. Myndin fer einnig á slóðir Batman Begins eins og sést þegar hópur manna er að spranga niður í hellinn hans Bruce. Ég ætla ekki að tefja frekar og vísi ykkur beinustu leið hér fyrir neðan:
Netheimar gjörsamlega loga af spennu eftir að hafa séð stikluna en ég er klárlega ekki sá eini sem bíður með mikla eftirvæntingu eftir að hafa séð allt þetta. Leðurblökumaður Nolans svíkur engan og lítur allt út fyrir að þetta verða epísk sögulok hinna vinsæla heims sem hann hefur skapað í kringum efnið.
Hvernig leggst þessi stikla í ykkur? Virðist Bane jafn ógurlegur og hann var sagður vera þegar 6-mínútna klippan var sýnd í síðustu viku?