Damon mun leikstýra Krasinski

Í júní var talað um að Matt Damon gæti verið á leið í leikstjórastólinn fyrir myndina „Father, Daughter Time“ en það lítur út fyrir að hann muni leikstýra dramamynd með John Krasinski í staðinn. Þeir munu báðir leika í myndinni og skrifuðu saman handrit myndarinnar ásamt Dave Eggers og munu þeir reyna að klára handrit myndarinnar fyrir næsta mánuð. það er framleiðslufyrirtæki Krasinskis, Sunday Night Productions sem mun sjá um framleiðslu myndarinnar undir Warner Bros. og á Krasinski heiðurinn að hugmynd myndarinnar.

Kostnaður myndarinnar er í kringum 12 milljón dollara og fjallar myndin um sölumann(Damon) sem byrjar að efa líf sitt þegar hann heimsækir smábæ- ekki hefur verið greint frá hlutverki Krasinskis. Matt Damon er engin nýliði í handritabransanum þar sem hann vann óskarinn fyrir besta frumsamda handritið árið 1998 fyrir Good Will Hunting og er Strasinski að skrifa sín aðra mynd á eftir Brief Interviews with Hideous Men sem hann leikstýrði einnig. Myndin hefur ekki fengið titil eins og er.