Castle í Modern Family

nathan fillionCastle leikarinn Nathan Fillion og gamanleikarinn Martin Short úr Three Amigos og fleiri myndum, munu leika gestahlutverk í áttundu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu Modern Family.

Hætt var við framleiðslu lögguþáttanna Castle í maí sl. eftir að þættirnir höfðu gengið í átta ár samfleytt, en þar lék Fillion hlutverk rithöfundarins Rick Castle sem hjálpaði lögreglunni við úrlausn sakamála.

martin shortFillion mun leika hlutverk Rainer Shine í Modern Family, en hann er veðurfréttamaður sem kynnist Dunphy fjölskyldunni.

Short mun koma fram í öðru þætti þáttaraðarinnar í hlutverki kynningarfulltrúans Merv Schechter.