Carrey opnar á The Mask 2

Sonic the Hedgehog leikarinn Jim Carrey, sem leikur Dr. Robotnik, öðru nafni Dr. Eggman, í myndinni, sem væntanleg er í bíó hér á Íslandi þann 14. febrúar nk., virtist í samtali við vefsíðuna ComicBook.com, vera jákvæður í garð þess að leika í framhaldi af Mask, frá árinu 1994.

Stanley Ipkiss orðinn að hinum gíruga The Mask.

Hlutverk Carrey í The Mask, þar sem hann lék Stanley Ipkiss, skilaði leikaranum fyrstu Golden Globe tilnefningunni á ferlinum, og eftir velgengni myndarinnar var strax farið að ræða framhald. Carrey upplýsti síðar að hann hefði hafnað tilboði upp á 10 milljónir Bandaríkjadala fyrir framhaldsmynd. Á þessum tíma hafði Carrey ákveðið að gera engin fleiri framhöld, eftir að hann gerði hina sprenghlægilegu Ace Venture: When Nature Calls.

Þess má reyndar geta að árið 2005 gert var framhald af The Mask með Jamie Kennedy í aðalhlutverkinu, en sú mynd, Son of the Mask , fékk dræmar undirtektir.

„Ég hugsa aldrei um framhaldsmyndir og svoleiðis en þessi [ Sonic The Hedgehog ] er samt tilvalin í slíkt, þar sem við erum ekki búin að þróa persónuna [ Dr. Eggman ] að fullu ennþá,“ sagði Carrey. „En með The Mask, þá held ég, þú veist, að það myndi velta á leikstjóranum. Ég vil ekki gera framhald bara til að gera framhald. En ég myndi bara gera það ef það væri til staðar einhver klikkaður leikstjóri með flotta sýn. Klárlega.“