Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Mask 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Stanley Ipkiss is not the man he used to be.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 56
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu tæknibrellur.

Stanley Ipkiss er bankastarfsmaður og er alveg sérstakt góðmenni sem vill engum illt. Hann er eiginlega of góður og góðmennska hans veldur því að hann verður oft undir í samskiptum við aðra. Eftir einn versta dags lífs síns finnur hann grímu sem svipar til andlits hins svikula Loka sonar Óðins úr norrænu goðsögunum. Hann prófar að setja á sig grímuna... Lesa meira

Stanley Ipkiss er bankastarfsmaður og er alveg sérstakt góðmenni sem vill engum illt. Hann er eiginlega of góður og góðmennska hans veldur því að hann verður oft undir í samskiptum við aðra. Eftir einn versta dags lífs síns finnur hann grímu sem svipar til andlits hins svikula Loka sonar Óðins úr norrænu goðsögunum. Hann prófar að setja á sig grímuna og samstundis breytist hann í þá persónu sem hann hefur að geyma innra með sér; teiknimyndalegan, rómantískan og ofurhressan mann. Smákrimmaforinginn Dorian Tyrel kemst að því í gegnum fjölmiðla að þessi fígúra, The Mask, er komin á kreik. Þegar "Gríman", þ.e. alter - ego Ipkiss, verður óbeint valdur að dauða vinar Tyrels, þá vill Tyrel finna Ipkiss í fjöru. ... minna

Aðalleikarar


Þrælskemmtileg mynd og jim carey fer á kostum ásamt cameron diaz. Myndinn fjallar um mann sem heitir stanley ipkis og er algjör ónytjungur sem finnur svo grímu. Og Verður hetja en fer kannski ekkert rosa veli í hetju hlutverkið. Algjört zero to hero en löggan fer þrátt fyrir hetju skappin á eftir honum vegna þess að yhann hafði rænt banka af skrítnum aðstæðum. Allir geta skemmt sér yfir þessari mynd þessi mynd hefur flott skemmtunargildi
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Óvenjuleg mynd hvað varðar söguþráðinn (hann var svo ferskur á sínum tíma) og tímamótaverk þar sem að hún bæði skaut fram þróaðri tölvutæknibrellum og engum öðrum en snillingnum Jim Carrey, ásamt Cameron Diaz, á snjörnuhimininn. Mér fannst þessi alveg mögnuð á sínum tíma en sá hana um daginn, og sá Þá hvað ég er að verða gamall. Þó að menn hafi komið með þessar líka flottu brellur af Grímufígúrunni þá er ekki nóg af þeim og sýnir það bara að menn réðu greynilega ekki við allt það sem snillingarnir þessum bransa búa við í dag. Ég á einfaldlega við að hún þykir ekki merkileg í dag innan um allar tölvuteyknimyndirnar sem að fram hafa komið á eftir þessari. Einnig missir handritið soldið af sínum virðuleika þar sem að menn halda að brellurnar bjargi öllu. En það má vel hlæja af henni og er það Carrey sem að sér til þess að manni leiðist aldrei þegar hann verður grænn í framan. Hef heyrt að menn þarna fyrir vestan ætli að fara að gera framhaldsmynd og á sú víst að heita ''Son of Mask'' eða eitthvað svoleiðis. Vonandi verður hún jafn mögnuð og þessi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

(Hérna er SPOILER,svo fólk sem ekki hafa séð myndinna sleppið þessu)The Mask er frekar skemmtileg mynd með snillingnum Jim Carrey og þetta er mynd sem ég mæli með. Myndinn er mjög fræg og allir ættu eiginlega að þekkja hana því að hún er nátturulega góð. Myndinn The Mask Fjallar um bankamannin Stanley Ipkiss(Jim Carrey) er alltaf óheppin og fær næstum því heppnina með sér. Einn þegar hann ætlar á klúbb þá er honum hent út og vinir hans fá að sjá kynþokkafullu konu syngja á CongoBongo. Þegar bílinn hans bilar þá sér hann grímu í vatninnu. Hann notar hana og uppguvar síðar að hann var búinn að ræna sínum eigum banka og mafíósar ætluðu að ná peningunum fyrst. Myndinn er frekar skemmtileg og á skilið þrjár stjörnur og það án efa(kannski tvær og hálfa). Jim Carrey leikur Ipkiss og hann með grímuna bara vel og sömuleiðis Cameron Diaz. Fyrir þá sem vissu það ekki þá er þetta fyrsta myndinn sem Cameron Diaz leikur í og sennilega það skársta(ég veit það ekki). Mér fannst þessi mynd skemmtileg og ég vona númer tvö sem mun koma verði helst jafngóð og þessi. Þetta voru lokaorð mín á The Mask. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndinn er allveg ágætlega vel gerð ,Jim Carrey leikur Stanley Ipkiss sem vinnur í banka. Hann finnur eitt sinn gamla grímu í sjó sem hefur illa töfra í sér. Hann breytist í grænan orðheppinn ástsjúkan spennufíkil í hvert skipti sem hann setur hana á sig grímuna. Hann rænir banka á undan mafíósum og þeim líkar ekki vel við það. Hann eltir söngkonu sem hann er óður í, en því miður er hún kærasta glæpa manns hann verður að breyta því! Þessa verða grín-menn að sjá er hún er samt verl leikstýrð af Chuck Russel og líka vel leikin.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um feimin og indælan bankastarfsmann (Jim Carrey) sem er auðvelt að vaða yfir. Hann finnur einn ömurlegan dag grímu sem lætur hann verða allt sem hann vildi, ástrsjúkan, orðheppinn brjálæðing sem heillar aðal gellunna í bænum (Cameron Diaz). En því miður er hún á föstu með versta glæpamanni í bænum. Mér finnst persónuleg þetta besta mynd sem ég hef séð. Ég skil ekki hvers vegna ég sá hana ekki fyrr. Þetta er fyrsta mynd Cameron Diaz og mér finnst hún standa sig mjög vel (eins og hún gerir yfirleitt). Jim Carrey stendur sig í stykkinu eins og alltaf. Ég ætla ekki að segja að þetta sé besta mynd hans því ég hef ekki séð þér allar og mér finnst þær næstum allar góðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn