Bourne enn vinsælastur

Spennumyndin The Bourne Legacy er þaulsætin á toppi íslenska DVD listans, en myndin heldur sæti sínu á toppnum frá því í síðustu viku. Myndin er búin að vera fjórar vikur á lista. Svartur á leik hefur einnig dvalið lengi námundan við toppinn og situr núna í öðru sæti, niður um eitt sæti, en myndin hefur verið í sex vikur á lista.

Sjáðu stikluna fyrir The Bourne Legacy hér að neðan:

Í þriðja sæti eru Tom Hardy og bræður hans í brugginu í Lawless, og í fjórða sæti gömlu töffararnir, Stallone, Chuck Norris og félagar, í Expendables 2. 

Í fimmta sæti á listanum er síðan þriðja og síðasta Batman mynd Christophers Nolan, The Dark Knight Rises. 

Aðeins ein ný mynd er á listanum að þessu sinni; Lay The Favorite

Sjáið lista 20 vinsælustu DVD og Blu-ray mynda á Íslandi hér að neðan: