Bourne brunar á toppinn

Vinsælasta DVD mynd á Íslandi í dag er spennumyndin The Bourne Legacy, en hún fer ný á topp íslenska DVD / Blu-ray listans.  Niður um eitt sæti fer toppmynd síðustu viku, Svartur á leik, en hún hafði verið á toppnum í tvær vikur þar á undan.

Í þriðja sæti og niður um eitt, er harðhausagengið í Expendables 2, og í fjórða sæti, ný á lista, er Ben Stiller myndin The Watch.  Í fimmta sæti niður um tvö sæti, er svo Batman í The Dark Knight Rises. 

Á listanum eru þrjár aðrar nýjar myndir. Í sjöunda sæti er teiknimyndin Brave, um skosku prinsessuna rauðhærðu. Í áttunda sæti er dansmyndin Step up Revolution, og í 17. sæti íslenska myndin Rokland eftir Martein Þórsson. 

Hér að neðan er listi 20 vinsælustu DVD/Blu-ray mynda á Íslandi síðustu viku.