Boðssýning: Machete

Á fimmtudaginn (kl. 20 í Smárabíói) verður haldin boðssýning á Machete, nýjustu mynd Roberts Rodriguez sem byggð er á hinum samnefnda gervitrailer sem einhverjir sáu eflaust á undan Planet Terror. Til að lýsa söguþræði myndarinnar er ekkert sem ég get sagt með orðum sem trailerinn sjálfur skýrir ekki margfalt betur, en hér fyrir neðan sjáið þið þennan umrædda „feik“ trailer:

Þér býðst tækifæri til að sjá Machete frítt núna á fimmtudagskvöldið og það eina sem þú í raun þarft að gera er að kommenta mest „badass“ línu sem þú hefur heyrt í bíómynd, og þá tala ég um frasa sem þér þykir langsvalastur. Ekki hika heldur við það að nefna ástæðuna 😉

Þú mátt skrifa þennan frasa niður hér á kommentsvæðinu (og ekki gleyma úr hvaða mynd hann er) fyrir neðan en þá verðuru líka að gefa upp netfang svo ég get sent á þig svar ef þú verður dregin(n) út. Svo VERÐUR að fylgja með kennitala eða í það minnsta fyrstu stafirnir úr kennitölu þinni því Machete er virkilega brútal mynd og það gæti orðið mikið vesen fyrir okkur ef við erum að bjóða fólki undir 16 ára.

Ef þú treystir þig ekki til að gefa upp netfang í opinni umræðu þá geturðu alltaf sent á mig tölvupóst (tommi@kvikmyndir.is). Venjulega er það vinsælli kosturinn.

Allavega, þá er haugur af miðum í boði enda er markmiðið að fylla stóra salinn í Smáranum, og ef maður mínusar burt alla hér á vefnum sem eru yngri en 16 þá fjölga vinningslíkum ykkar um slatta 😉

Dreg út á morgun. Sé ykkur í bíó.

(Hér er annars „venjulegi“ trailerinn, ef þið hafið áhuga að kíkja á hann)

T.V.