Boðssýning: Inhale

Annað kvöld verður haldin sérstök boðssýning á nýjustu mynd Baltasars Kormáks, sem ber heitið Inhale. Hún verður í Háskólabíói kl. 20:30 og við ætlum að bjóða fólki á þessa forsýningu.

Myndin segir frá Paul (Dermot Mulroney) og Diane (Diane Kruger), en þau eiga dóttur sem glímir við erfiðan lungnasjúkdóm og þarf lungnaígræðslu eigi hún að lifa af. Þau fá litla hjálp frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum og þurfa að fara aftast á biðlista, sem gerir vonir dóttur þeirra um að lifa af afar litlar. Í stað þess að gefast upp ákveður Paul að leita annarra leiða til að bjarga lífi hennar og fer yfir landamærin til Mexíkó til að semja við fólk þeim megin um líffæraflutning, algjörlega án nokkurra leyfa og með töluverðri áhættu fyrir sjálfan sig.

Það er haugur af miðum í boði og ef þú vilt sjá myndina annað kvöld þá máttu prófa að senda tölvupóst á mig (tommi@kvikmyndir.is) og segja hvaða mynd Baltasars þér finnst vera best og hvers vegna. Ég dreg síðan úr leiknum seinna í kvöld og læt vinningshafa vita með svari.

Einfalt og þægilegt, að venju.

Sjáumst í bíó.

T.V.