Boðberi er ekki hrunmynd

Hjálmar Sveinsson leikstjóri spennumyndarinnar Boðbera, sem frumsýnd verður í kvöld, bjó í Tékklandi í fimm ár og kom heim fyrir hrun og skynjaði eitthvað skrýtið á Íslandi og allt var „svo hyper og tense“. Hann ákvað því að skrifa handrit um fólk sem var ekki hluti af neyslubrjálæðinu þó það hefði viljað það, en hafði ekki tök á því. „Ég skrifa nú yfirleitt frekar hægt, en ég skrifaði þetta handrit mjög hratt og það fór mjög hratt í gang,“ segir Hjálmar í vídeósamtali við Tómas Valgeirsson hjá kvikmyndir.is

Myndin er skrifuð og tekin fyrir hrun, og Hjálmar segir einnig í viðtalinu að þeim hafi ekki staðið á sama þegar raunveruleikinn eftir hrun fór að líkjast atriðum í myndinni.

Horfið á viðtalið hér eða í spilaranum á forsíðunni.

Stikk: