Björninn sem allir elska – Frumsýning!

Stórmyndin Paddington, um björninn sem allir elska, verður frumsýnd föstudaginn 16. janúar. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Paddington (Colin Firth) er ungur björn frá Perú sem hefur dálæti á Bretlandi. Hann ákveður að fara til Lundúna til að leita sér að nýju heimili, en hann áttar sig fljótlega á því að stórborgarlífið er ekki eins og hann ímyndaði sér. Hann kynnist góðhjartaðri fjölskyldu á Paddington-lestarstöðinni sem býður honum tímabundið athvarf. Svo virðist sem gæfan hafi snúist honum í hag, allt þangað til að þessi sjaldgæfi björn fangar athygli uppstoppara sem vinnur á safni…

Paddington_bear_fr_3109900e

Nokkrir fróðleiksmolar til gamans:

– Paddington hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda, þar á meðal fimm stjörnu dóm hjá Chris Hewitt, gagnrýnanda breska kvikmyndatímaritsins Empire, sem segir myndina eina óvæntustu og bestu skemmtun ársins, hlýja, fyndna, frumlega og einstaklega vel leikna og gerða. Svipaða dóma má lesa út úr umsögnum almennra notenda Imdb þar sem myndin er þegar þetta er skrifað með 7,8 í einkunn.

– London hefur að sjálfsögðu breyst mikið frá 1958 þegar fyrsta bókin um Paddington kom út og var ákveðið að uppfæra sögusviðið til nútímans í myndinni. Þetta þykir hafa tekist frábærlega og var höfundur bókanna, Michael Bond, hæstánægður með útkomuna.
Þess má geta að Bond, sem verður 89 ára 13. janúar, kemur fram í smáhlutverki í Paddington og leikur gamlan mann á lestarstöðinni.

– Myndin verður sýnd bæði með ensku og íslensku tali