BíóTal 7.-9.mars: Semi-Pro, Bucket List, Orfanato

Nýtt Bíótal er komið inn og er það sjáanlegt á forsíðunni í aukaefninu.
Að þessu sinni fjalla Tómas Valgeirsson og Sindri Gretarsson um myndirnar
Semi-Pro, The Bucket List og El Orfanato (The Orphanage).

Svo í eldri meðmælum, þá taka þeir fyrir eina af „gleymdari“ Bruce Willis
myndunum, sem er The Last Boy Scout.
Sú mynd fær alveg gríðarleg meðmæli í þættinum. Drengirnir kalla hana eina
af bestu Bruce Willis myndum allra tíma, sem er einnig klárlega ein sú
fyndnasta og ofbeldisfyllsta. Algjört möst!

Semi-Pro þykir ein af þessum dæmigerðu Will Ferrell myndum þar sem ekkert
nýtt er í boði og húmorinn afar mistækur.
Sameiginleg einkunn strákanna eru 2 stjörnur.

Tómas fjallar einn um The Bucket List og segir að hún sé kósí afþreying
sem er borin uppi af aðalleikurum sínum. Ekkert of minnisstætt, en
skemmtileg mynd þó. 3 stjörnur.

Strákarnir eru annars nokkuð ósammála um El Orfanato. Tómas segir að hún
sé eins og nokkurs konar blanda af Poltergeist og The Others. Góðar
bregður, flottur stíll ásamt tónlist hífar myndina upp í tvær og hálfa, en
annars er lítið varið í hana. Sindri gefur henni hins vegar þrjár stjörnur
og segir hana virka vel sem hryllingsmynd og heldur myndin áhuga manns frá
upphafi til enda.

Í næstu viku fjalla þeir síðan um 10,000 B.C., Horton Hears a Who og Lars and the Real Girl.