Náðu í appið

The Bucket List 2007

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 7. mars 2008

When he closed his eyes, his heart was opened

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 42
/100

Carter Chambers (Morgan Freeman) og Edward Cole (Jack Nicholson) eiga bara eitt sameiginlegt. Þeir eru báðir með krabbamein. Carter er fátækur verkamaður. Cole er moldríkur og voldugur. Carter er fjölskyldumaður með mikinn áhuga á sagnfræði. Cole er sérvitur einfari með fjóra skilnaði á bakinu sem nýtur þess að pína einkaþjóninn sinn Matthew (Sean Hayes). Carter... Lesa meira

Carter Chambers (Morgan Freeman) og Edward Cole (Jack Nicholson) eiga bara eitt sameiginlegt. Þeir eru báðir með krabbamein. Carter er fátækur verkamaður. Cole er moldríkur og voldugur. Carter er fjölskyldumaður með mikinn áhuga á sagnfræði. Cole er sérvitur einfari með fjóra skilnaði á bakinu sem nýtur þess að pína einkaþjóninn sinn Matthew (Sean Hayes). Carter og Cole verða ágætis vinir eftir því sem líður á krabbameinsmeðferð þeirra beggja. Carter byrjar að skrifa lista yfir hluti sem hann hefði viljað gera áður en hann dæi en veit að hann mun aldrei ná að gera. Þegar Cole fréttir af listanum manar hann Carter til að láta vaða og býðst meira að segja til þess að borga brúsann. Þeir kumpánar flýja spítalann og fara í ferðalag um heiminn. Á milli þess sem þeir keyra kappakstursbíla, klifra píramída og veiða ljón í Afríku ná þeir að ræða hjartans mál. Þeir kynnast náið á stuttum tíma og hjálpa hvorum öðrum að takast á við dauðann og það sem meira máli skiptir, lífið.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (5)

Frábær mynd!
Fyrst þegar ég sá þessa mynd var hún la-la. Hún var fín. Svo sá ég hana aftur og hún fór upp í áliti hjá mér. Svo hefur hún eiginlega orðið betri og betri með hverju áhorfi og þau eru nokkur. Það er vegna þess að þetta er mynd sem maður getur horft endalaust á... og Stöð 2 Bíó á greinilega ekki aðrar bíómyndir.

Hugmyndin er góð. Tveir gamlir menn, mjög góðir leikarar, að gera hluti sem þeim hefur alltaf langað að gera. Hvað getur klikkað? Jack Nicholson stendur fyrir sínu og Morgan Freeman getur ekki, hann getur ekki klikkað (nema á handritavali= Wanted!). Hinir leikararnir eru fínir en eru bara þarna því Nicholson&Freeman stela öllum senunum.

Myndin er kannski ekki beint fyndin en mjög MJÖG skemmtileg en dettur svo út í drama í endann... sem virkar! Að mestu leyti, kannski er það aðeins of mikið en mér var ekki sama um persónurnar þökk sé uppbyggingu og góðum leikurum og það hafði áhrif á mig.

8/10
Sanngjörn einkunn fyrir flotta mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Betri en maður heldur
Ég bjóst ekki það miklu þegar ég ákvað að horfa á hana á Stöð 2 Bíó. En hún er snilld. Ég meina, hvað er ekki gott við hana... tvær gamlir kallar sem eru að fara að deyja... fara til annara landa... að gera hluti sem þeir hafa alltaf langað að gera.
Frábæru leikararnir Jack Nicholson (Batman, The Shining) og Morgan Freeman (The Shawshank Redemption, Deep Impact) leika þessa tvo dauðvona kalla.
Þetta er nú meiri dramamynd þó að grínið er aldrei langt í burtu.

Quote:
Thomas: I'm proud of you.
Edward Cole: Nobody cares what you think.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er erfitt að standast mynd með bæði Morgan Freeman og Jack Nicholson í aðalhlutverkum. Þetta er mynd um tvo menn sem greinast með krabbamein og eiga innan við ár eftir ólifað. Karakter Nicholson er ríkur og þeir félagarnir ákveða að nota þann pening til að gera allt sem þá hafði alltaf langað að gera. Fín hugmynd. Myndin er mjög ánægjuleg, bara að fylgjast með þessum meisturum er gaman og efnið minnir mann á að þeir munu ekki alltaf vera til staðar til búa til fleiri myndir. Maður þarf ekki nema að minnast fráfalls Paul Newman í því samhengi. Sem betur fer er myndin ekki of væmin þó að það sé óumflýanlegt að fara inn á tilfinningalegar slóðir. Þessi fær góð meðmæli.

Rob Reiner er einn stærsti leikstjóri þar-síðasta áratugar eins og sjá má á neðanverðum lista. Hann hefur þó aðeins einu sinni verið tilnefndur til óskarsverðlauna, þ.e. þegar A Few Good Men var tilnefnd sem besta mynd. Vandamálið er að hann hefur eiginlega ekki gert verulega góða mynd síðan þá (16 ár).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Svona þokkaleg...
Tveir dauðvona menn(Morgan Freeman og Jack Nicholson) ákveða að gera síðustu stundir ævi sinnar ánægjulegar. The Bucket List er ágætis skemmtun og ekki eins slæm og ætla má(ég sá hana í bíó þó að ég hafi ekki búist við miklu) en ég get samt ekki sagt að þetta sé eitthvað minnisstæð mynd. Hún reynir oft(kannski of oft) að vera fyndin en ég get fullyrt að húmorinn hittir aldrei í mark. Brandararnir eru bara svo hrikalega slappir. Freeman er ekki að standa sig hér, alltílæ leikari en hann er bara búinn að nota þennan nákvæmlega sama karakter svo oft. Nicholson er líka orðinn einhæfur í hlutverkavali þrátt fyrir að honum takist ágætlega að spila úr hlutverkinu. Það er nú gaman að fylgjast með þeim kumpánum fara til Egyptalands, Tíbets o.f.l. og þetta er ágætis skemmtun til að sjá einu sinni. Allt í allt ekkert spes og nær ekki að standa upp úr meðalmennskunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Buket....
Held að þetta hafi verið með meiri vonbrigðum á nýju ári...

Ég skellti mér að sjá þessa mynd, sem átti að hafa allt til að bera, drama, skemmtun og hlátur, góða leikara og gamalt yfirbragð, eða þannig.

Ég sat og horfði á myndina, hlustaði á allar brandaranna sem komið höfðu í trailer, svo þeir sem eru búnir að sjá trailerinn, þurfa ekki á myndinni að halda. Þ.e. ekkert nýtt í myndinni miða við trailerinn.

sagan sjálf /söguþráðurinn er nokkuð góður, þ.e. einlæg saga um það hvernig maður hjálpar sjálfum sér með því að hjálpa öðrum.

leikararnir eru ekki í verri kantinum, en það vantar eitthvað, þessir frábæru leikarar eiga bara ekki saman og það er kannski það sem er verst við myndina að maður býst við einhverju svo æðislegu vegna þess að leikaravalið er í "stærri" kantinum, en myndin er ekki neitt neitt.

þetta er mynd sem fær ca 4 stjörnur, af 10 og mæli ég ekki með henni fyrir neinn sem vill skemmta sér á laugardagskvöldi, heldur fyrir einhvern sem er leiður og þunglyndur og þarf svona "spark í afturendann"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn