Videorýnisdrengirnir Sindri Gretarsson og Tómas Valgeirsson eru eldhressir þessa vikuna með þáttinn sinn BíóTal sem hefur verið í gangi hér á kvikmyndir.is um nokkuð skeið. BíóTal gengur útá það að þeir félagar taka myndir sem hafa verið frumsýndar um helgina eða á að frumsýna á næstunni og gagnrýna þær í bak og fyrir og ljúka því síðan með stjörnugjöf. Síðan er ekki óvíst að einn gamall moli kíkji í heimsókn, en þeir eru duglegir að taka fyrir gamlar myndir sem vert er að tékka á.
Þeir byrja á því að drulla yfir 10,000 B.C. Þessi mynd er vægast sagt rusl, alveg ömurleg og léleg í nánast alla staði. Andstæðan við öll frábær lýsingarorð sem hægt er að finna. Vitiði..ég nenni ekki einu sinni að eyða tíma í að skrifa meira um þessa mynd. Verri en Meet the Spartans…HA?! 0 stjörnur! 0 0 0 0 stjörnur. Algert krapp.
Horton Hears a Who er næst á dagskrá. Myndin er ansi skemmtileg og kom eiginlega á óvart. Lítið er þó hægt að segja um myndina, þetta er Dr. Seuss eins og hann gerist (bestur), en aðrar bækur hans eru m.a. The Grinch og The Cat in the Hat. Myndin kemur sínu til skila, foreldrarnir verða sáttir og börnin enn meira en sátt! 3 stjörnur.
Eldri meðmæli (molinn) að þessu sinni er Last Action Hero frá árinu 1993. Tommi sá hana í fyrsta sinn í langan tíma og varð eiginlega fyrir svolitlum vonbrigðum, myndin var í raun ekki jafn góð og minning hans sagði til um. Sindri hinsvegar fílaði hana í tætlur þegar hann var lítill og fílar hana enn. Ég hvet ykkur til að sjá þáttinn og hlusta á það sem þeir eru að tala um!3 og 1/2 stjarna

