Náðu í appið

The Cat in the Hat 2003

(Dr. Seuss' The Cat in the Hat)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 19. mars 2004

Don't mess with the hat.

82 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 5
/10
The Movies database einkunn 19
/100

Conrad og Sally Walden eru ein heima ásamt gullfiskinum sínum. Það er rigning úti og ekkert að gera. En þá birtist kötturinn með höttinn. Hann kynnir þau fyrir þeirra eigin ímyndunarafli, og í fyrstu er þetta mikið fjör, þar til hlutirnir fara úr böndunum, og kötturinn verður að fara, áður en foreldrar þeirra koma heim.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (4)


Cat in the Hat er ein af skemmtilegri sögum sem að rithöfundurinn Dr. Seuss gerði með The Grinch. Eftir velgengi The Grinch, var strax ákveðið að gera Cat in the Hat. En nær hún sömu töfrunum og The Grinch gerði? Nei, ekki nálægt því. En hún er samt ekki leiðinleg, frekar miðlungs ræma. Maður sér greinilega að það er mikið af Austin Powers karakterinum í The Cat. Þessi mynd tekur sig ekki of alvarlega og er, ef ég ætti að taka til orða, virkilega flippuð á tímum. Samt er umhverfið sem er gert fyrir myndina mjög flott. Og Mike Myers er virkilega fyndinn í hlutverki Kattarins. En ég hefði viljað að þeir hefðu farið betur eftir bókinni en þeir gera. Það er kannski það sem að dregur myndina niður. Allavega, þessi mynd er fín skemmtun. Sumir eiga eftir að fíla þessi ósköp, aðrir ekki. P.s Gaman að sjá Paris Hilton í myndinni. Virkilega flott í atriðinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einkuninn sem þessi mynd fær á erlendum kvikmyndavefum segir meira en mörg orð. 2.8 myndi tákna ein stjarna hérna en ég vil einungis gefa henni hálfa. Auðvitað er ég ekki kannski nákvæmlega í þeim markhópi sem þessi mynd er stíluð inn á en samt sem áður hef ég haft mikið gaman af fjöldanum öllum af barnamyndum frá t.d. disney og pixar. Satt best að segja veit ég ekki almennilega fyrir hvað myndin á að fá þessa hálfa stjörnu, í allar þær 78 mínútur sem hún er í sýningu er söguþráðurinn flatur og í raun hálf leiðinlegur til lengdar, betur hefði verið búin til 10 mínútna stuttmynd og frumsýnd í morgunsjónvarpinu. Mike Myers tekst því miður ekki að halda þessari mynd uppi og verð ég að lýkja þessum punkti ferils hans við það þegar Roger Moore endaði sinn í Charlies Angels eða þegar snillingurinn Bill Murray gerði lítið úr sér í framhaldi sömu myndar. Hann hefur þó eflaust fengið borgað eitthverja væna fúlgu fyrir þetta þannig ég reyni mitt besta tli að sýna honum skilning. Þótt maður vilji kannast við aðra leikara í myndinni eins og t.d. Alec Baldvin, Kelly Preston og Sean Hayes (úr Will & Grace) þá tekst engum þeirra að stela senunni og vildi ég í raun óska þess að mér hefði tekist eins og kærustunni að sofna bara yfir myndinni og losna því við þá niðurlægingu sem þessi mynd var fyrir þessa ágætu leikara. En svona þegar upp er staðið þá verður maður víst að sættast við það að þessi mynd var ekki gerð fyrir mig heldur fyrir smáfólkið og ef einhverjir foreldrar eru tilbúnir að takast á við þetta með börnunum sínum þá eiga þeir gott hrós skilið því það á myndin svo sannarlega ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þunnildi
Mike Myers er óneitanlega góður grínisti, og einungis hans vegna ætla ég ekki að rakka þessa mynd alveg niður á ruslahauginn. The Cat in the Hat var framleidd bara vegna vinsælda The Grinch, og sést það vel. Myndirnar eru voða svipaðar; útlitið er eins og það sé beint tekið upp úr bókum Dr. Seuss, sviðsmyndirnar látnar vera rosalega ýktar og litríkar og svo er frægur grínleikari fenginn í hlutverk skálduðu verunnar sem fjallað er um. The Grinch var þó betri. Það var ekta jólamynd og sem slík virkaði hún vel, þar að auki var hún nokkuð fyndin og bjó yfir vissum töfrum.

The Cat in the Hat hins vegar, sleppur ekki svo auðveldlega. Það er ekki hægt að kalla þetta jólamynd eða sumarmynd (þótt henni var ætlað upprunalega að vera hið fyrrnefnda), hún er einstaka sinnum hlægileg, en aldrei neitt svakalega fyndin. Svo býr hún yfir ekki einum einasta töfra eða neista. Það sem þessi þjáist hins vegar ennþá meira fyrir frá The Grinch, er skortur á söguþræði. Þessar báðar myndir eru byggðar á vinsælum barnabókum, sem eru þó óhemju stuttar. The Grinch náði ágætlega að fylla upp í lengdina, sem hún gerði með smá persónusköpun, meðan þessi gerir bara kjánalætin enn meiri og maður skynjar það rosalega vel hversu afskaplega þunn upprunalega sagan var.

Mike Myers gerir þó sitt besta til að halda öllu uppi, og hann er voða hress í titilhlutverkinu, en karakter hans þreyttist eftir hálftíma og þegar myndinni lauk gat ég bara ekki þolað meira frá honum. Mér fannst þó mjög gott hversu vel myndin kom boðskap sínum á framfæri án þess að kasta honum framan í áhorfandann, líkt og margar amerískar myndir gera.

Í heildina er þetta ágæt en afar takmörkuð skemmtun. Niðurstaða mín nær ekki lengra en 5/10 í einkunn.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Neglið niður lausamuni og hafið róandi í kókglösum ungu kynslóðarinnar því þetta er hvattningin sem fæstum heimilum vantar.

Eftir að hafa séð myndina þá hugsa ég að hún eigi ekki eftir að virka vel á alla áhorfendur. Hún er pínulítið of vitlaus og ef það væri ekki fyrir Mike Myers og skemmtilega sviðsmynd þá væri þetta sennilega eins skemmtilegt áhorfs og grámiglaðar nærbuxur.

Myndin segir af, eins og gefur til kynna, kettinum með hattinn og heimsókn hans í mannheima. Í sögunni er vaðið úr einu í annað og er engu líkara en að handritshöfundurinn hafi farið inn á leikskóla og beðið krakkana um að skrifa allt sem þeim ditti í hug og að hann hafi síðan hreynlega klínt þeim inn í myndina án þess að hugsa um útkomuna. Útkoman er þó ekki alslæm heldur verður hún að mynd sem að flestir geta hlegið að en dregst þó aðeins á langinn þar sem hefði mátt sýja örlítið út af vileysunni.

Það er þó ekki heldur hægt að segja að hún sé leiðinleg áhorfs því eins og grámiglaðar nærbuxur þá er umhverfið margbrotið og á hverri stundu eitthvað nýtt að sjá. Það sem prýðir myndina einna helst er sviðsmyndin en hún er vægast sagt frábær og gaman væri að vita hvað sviðsstjórinn var að reykja við uppbyggingu hennar.

Mike Myers fer á kostum í hlutverki kattarins og kriddar hann með karakter sem rífur sig inn í heim barnanna og skilur þau eftir með uppfullt hugmyndarflug og njálg í rassinum.

Ágætis afþreying sem áeftir að virka sérstaklega vel á þá yngri en vittu til þeir eiga ekki eftir að ná boðskapnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn