Pakistönsk yfirvöld hafa nú bannað indversku gamanmyndina Tera Bin Laden ( Án þín , Bin Laden ) þar sem blaðamaður tekur upp viral vídeó með manni sem líkist Osama Bin Laden, og reynir í kjölfarið að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum.
Bannið kemur reyndar ekki á óvart, en það var sett á með þeim rökum að það gæti gefið öfgamönnum tilefni til ofbeldisglæpa.
„Við erum búin að áfrýja banninu, en ég er ekki vongóður um að fá því hnekkt,“ segir leikstjórinn Nadeem Mandviawall við Reuters fréttastofuna.
Ástandið er viðkvæmt í Pakistan en þar hafa liðsmenn Al Qaeda og Talibana hafst við í fjöllum og drepið þúsundir manna í sprengju og sjálfsmorðsprengjuárásum, að því er segir í fréttinni.

