Irina Krupnik, fyrrum fyrirsætu, er misboðið eftir að nær eins áratugs
gömul ljósmynd af henni í bikini var notuð í myndinni Couples Retreat, sem er einmitt vinsælasta myndin á DVD hér á Íslandi nú um
stundir.
Irina hefur kært framleiðendur myndarinnar, NBC Universal, og krefur þá
um 10 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur
Krupnik viðurkennir að hún hafi árið 2001 gefið ljósmyndafyrirtæki sem
selur myndir í hitt og þetta, réttinn á að nota myndina, en fyrirtækið
virðist hér hafa selt hana til kvikmyndafyrirtækis.
Í kærunni segir að persóna í myndinni noti ljósmyndina til
kynferðislegrar örvunar.
Einnig segir í kærunni að Krupnik hefði aldrei leyft notkun á myndinni
sem einskonar ljósblátt klám þegar myndin er í raun einungis venjuleg
sundfatamynd.
Fyrirsætan sem nú er 30 ára gömul og er förðunarmeistari, segir að
notkun ljósmyndarinnar í kvikmyndinni skaði ímynd hennar.
NBC Universal segir hinsvegar á móti að það hafi haft rétt á að nota
myndina.

