Besti Batman-leikurinn skoðaður

Það er búið að læsa alla glæpamenn í einum hluta Gotham, sem ber nafnið Arkham City. Fangarnir ráfa frjálsir um og geta gert hvað sem þeir vilja. En það er ekki alveg svo einfalt þegar stærstu og öflugustu glæpamennirnir eru við völd. Jokerinn, Mörgæsin og Two-face eiga allir sinn eigin hluta í borginni og meðfylgjandi klíkur. Batman lýst ekkert á það og er auðvitað mjög skeptískur, sérstaklega þegar Jokerinn er með mestu völdin. Batman kemst fljótt að því að þetta kvöld í Arkham City mun verða langt um flóknara en kvöldið í Arkham Asylum.

Þetta er það eina sem ég ætla að segja frá um söguþráðinn. Það er klisjulegt að eyða orðum í sögugreiningu og ef þið eruð að lesa þetta þá eruð þið eflaust búin að sjá trailer um leikinn á youtube. Síðan er líka heil kynning um leikinn hér. Þetta er gagnrýni.

Með þann hluta búinn þá verð ég að segja að þessi leikur er eitt stærsta högg í andlitið sem ég hef fengið í langan tíma. Á góðan hátt. Söguþráðurinn er svo  ótrúlega góður og grimmur að ekkert mun undirbúa þig fyrir endinum. Þetta er djarfasta Batman ævintýri sem þú munt upplifa. Dauði foreldra Bruce var og er ekkert, ég meina Wolverine drap foreldra sína. Ég efa reyndar fastlega að söguþráðurinn hefði tekið þessa stefnu ef ekki hefði verið fyrir The Dark Knight, þar sem sú mynd leyfir sér marga hluti.

Þrátt fyrir það að aðrir gagnrýnendur hafi sagt að Arkham Asylum hafi bara verið upphitun þá ætla ég að endurtaka það. Asylum var ekkert nema upphitun og það sannast bara á fyrstu 5 mínútum leiksins. Ekki nóg með það að hann byrji eins og kvikmynd að bestu gerð, með samræður á milli Bruce Wayne og Hugo Strange, þá gerast hlutir sem engin hafði búist við. Bruce Wayne er tekin sem fangi og læstur inni í Arkham City.

Þú þarft sem Bruce Wayne að sleppa frá föngum sem vilja drepa þig, og ná samband við Alfred. Þessi hluti leiksins er kannski ekki nema 10 mínútur, en hann er svakalegur og án efa einn af sterkustu punktum leiksins. Rocksteady ná svo sannarlega að gera byrjun leiksins eina sá epísku sem sést hefur í langan tíma. En því miður nær leikurinn þessum hæðum ekki aftur fyrr en í hliðarverkefninu „the tea party“ og svo í endanum.

En það er ekki að segja restin sé léleg, svo langt langt frá því. Þessir 3 punktar eru bara þeir sterkustu í öllum leiknum. Teboðið er sýru tripp svipað og Scarecrow atriðin Asylum, nema bara 10 sinnum súrari. En hliðarverkefnin eru 12 samtals. Þau eru allt frá því að hjálpa Bane (já, hjálpa Bane) yfir í það að rekja staðsetningu Deadshot. Sum skemmtilegri en önnur, en öll fjölbreytt og taka sinn tíma.

Talandi um aukakaraktera þá eru þeir fjölmargir. Við fáum meðal annars að hitta Mr. Freeze, The Mad Hatter, Ra‘s Al Ghul og dóttur hans Thalíu. Það kom mér reyndar alveg fáranlega á óvart að Two-Face væri með sitt eigið svæði í Arkham þegar hann kemur fyrir í ekki nema einu atriði leiksins. Hvort hann sé svona hræðilega mikil framhalds beita eða hvort Rocksteady nenntu bara ekki að sjá um hann. Það veit ég ekki. Ég var allavega mjög vonsvikin við þessa óeðlilega stuttu heimsókn kappans. Sérstaklega þar sem  útlitið hans er stolið úr Dark Knight.

Spilun leiksins er frábær. Bardagakerfið er eins og síðast mjög hratt. Hraðinn í því hinsvegar gerir bardagana oft alveg ótrúlega asnalega. Það að sjá Batman stökkva 6 metra á milli óvina til að gefa þeim eitt högg getur orðið fáranlegt þegar hann nær kannski einu sinni að stökkva þá vegalengd í venjulegri spilun. Síðan verður counter kerfið líka frekar asnalegt þegar hann er farinn að teleportast til manna þegar hann counterar.

Svæðið sem þú færð að leika þér á hefur stækkað verulega. Fyrsti leikurinn gerðist á eyju, en þessi í hluta af Gotham.  Þegar farið er á efstu bygginguna sést vel hversu stórt svæðið er. Byggingarnar eru flottar og margar af þeim með þema á við leiðtogana. Það sakar ekki að bat-klóinn hefur verið uppfærð og virkar núna eins og klóin í Just Cause 2. En einnig er hægt að stinga sér niður til að fá meiri hraða á flugið.

Bat-klóin er hinsvegar ekki það eina sem breyttist við batman beltið. Batman byrjar núna með flest allt sem hann var kominn með við lok Arkham Asylum. Gelið sem springur, handstjórnuða battarangið og sonic battarang. Þetta er hinsvegar allt uppfæranlegt og fær Batman nýja hluti í gegnum leikinn svosem ísbombu sem frýs óvinina.  En þrátt fyrir öll þessi tæki og tól þá verða stealth hlutar leiksins mjög þreytandi. Það var nóg af gargoyle atriðum í Arkham Asylum og var það mjög ásættanlegt þar sem þau voru fersk. Það er hinsvegar ekki hægt að skreyta gamlan hlut svo mikið að hann verði nýr aftur.

Það hafa hinsvegar verið gerðar fjölmargar breytingar til að reyna lífga upp á það. Óvinirnir skjóta niður gargoyle-ana þannig að erfiðara er að fela sig. Síðan seinnameir byrja þeir að sjá þig í myrkrinu með sérstökum búnaði. Þeir eru líka flestir vel vopnaðir þannig að það verður ekki hægt að stökkva bein áfram á þá.

Grafík leiksins er lík gamla leiknum. Það sést vel þarna að kraftur leikjatölvunar er farinn að dofna. PC útgáfan verður svo margfalt flottari og betri grafíkslega séð að það er nánast engan samanburð hægt að gera. En raddsetning er óaðfinnanleg. Það ætti að gleðja marga að Nolan North talsetur mörgæsina með allt annari rödd en hann er vanur að gera. Það kemur reyndar alveg verulega á óvart hversu vel hann nær að breyta röddinni sinni. Mark Hamil og Kevin Conroy snúa svo aftur sem Jokerinn og Batman, en þetta er í síðasta skipti sem Mark Hamil talar fyrir Jokerinn.

The Riddler snýr svo aftur, margfalt stærri en síðast. Þrautirnar hans eru 400 talsins og eru í kringum 90% Riddler bikarar. Það er hinsvegar margfalt erfiðara að ná þeim í þetta skipti þar sem flestir eru læstir. En þá þarf bara að finna takkan(a) til að opna fyrir hann. En þegar Batman er búinn að safna nóg af þeim fær hann staðsetninguna á einum gísl sem Riddlerinn er búinn að taka, en þeir eru 6 stykki. Það hinsvegar verður Riddler skemmtilegur og er búinn að búa til stórar þrautur sem eru áætlaðar að drepa Leðurblökuna.

Leðurblökumaðurinn er hérna kominn með eitt dramatískasta, hættulegasta og stærsta verkefni hingað til. Arkham Asylum var frábær og gerir Arkham City ekkert nema að bæta við snilldina. Hann hefur hinsvegar nokkra punkta sem hefði mátt bæta upp fyrir, en ekkert sem dregur leikinn of mikið niður. Það tekur líka ágætan tíma að vinna leikinn, plús allan þann tíma sem fer í að skoða sig um og klára allt 100%. Í heildina litið er þetta mjög þéttur pakki sem á vel skilið að fara inn í tölvuna þína.


(9/10)