Bale verður ekki Batman í Justice League

Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlega Justice League kvikmynd, en það er mynd sem yrði sambærileg The Avengers stórsmellinum frá því í fyrra sumar, nema með ofurhetjum frá DC Comics teiknimyndafyrirtækinu, þ.e. Superman, Batman ofl.

christian-bale-the-dark-knight

Það hefur verið vitað um hríð að enski leikarinn Christian Bale myndi ekki leika Batman í þessari mynd. Fyrst sagði Bale að hann myndi ekki leika Batman aftur nema að Christopher Nolan, leikstjóri The Dark Knight þríleiksins, myndi gera fjórðu myndina í þeirri seríu, sem Nolan hefur sagt að verði ekki gert.

Þegar svo Man of Steel og Dark Knight handritshöfundurinn David S. Goyer staðfesti að Batman í Justice League myndi verða endurræst persóna ( þ.e. ekki framhald á Batman úr The Dark Knight ), þá var það enn frekari sönnun þess að Bale myndi ekki klæðast Batman búningnum á nýjan leik.

En stundum er gott að heyra þetta frá aðalmanninum, Bale sjálfum, til að vera alveg sannfærður. „Við vorum ótrúlega lánsamir að geta gert þrjár [Batman myndir]. Það er nóg. Við skulum ekki verða gráðug,“ sagði Bale í samtali við Entertainment Weekly, þegar hann átti samtal við blaðamann tímaritsins vegna nýjustu myndar sinnar Out of the Furnace, sem verður frumsýnd 27. nóvember nk.

„Chris [Nolan] sagði alltaf að hann vildi gera eina mynd í einu. Og að lokum sátum við andspænis hvorum öðrum, og sögðum „Við erum um það bil að fara að gera þriðju myndina“. Við vissum aldrei fyrirfram að við myndum ganga svo langt, en fyrst að það æxlaðist þannig, þá átti það að enda þannig líka.“

Bale segist ekki hafa átt í neinum viðræðum vegna Justice League myndar. „Ég hef engar upplýsingar, enga vitneskju um nokkurn skapaðan hlut. Ég hef ekki rætt við neinn einasta mann. Ég veit að þeir munu hugsanlega gera Justice League mynd, það er það eina sem ég veit.“

Hann segist ekki vera sorgmæddur yfir því að annar en hann skrýðist Batman skikkjunni. „Þetta er kyndill sem á að ganga á milli manna. Ég nýt þess að hlakka til að sjá hvað næsti maður gerir.“

 

Bale verður ekki Batman í Justice League

Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlega Justice League kvikmynd, en það er mynd sem yrði sambærileg The Avengers stórsmellinum frá því í fyrra sumar, nema með ofurhetjum frá DC Comics teiknimyndafyrirtækinu, þ.e. Superman, Batman ofl.

christian-bale-the-dark-knight

Það hefur verið vitað um hríð að enski leikarinn Christian Bale myndi ekki leika Batman í þessari mynd. Fyrst sagði Bale að hann myndi ekki leika Batman aftur nema að Christopher Nolan, leikstjóri The Dark Knight þríleiksins, myndi gera fjórðu myndina í þeirri seríu, sem Nolan hefur sagt að verði ekki gert.

Þegar svo Man of Steel og Dark Knight handritshöfundurinn David S. Goyer staðfesti að Batman í Justice League myndi verða endurræst persóna ( þ.e. ekki framhald á Batman úr The Dark Knight ), þá var það enn frekari sönnun þess að Bale myndi ekki klæðast Batman búningnum á nýjan leik.

En stundum er gott að heyra þetta frá aðalmanninum, Bale sjálfum, til að vera alveg sannfærður. „Við vorum ótrúlega lánsamir að geta gert þrjár [Batman myndir]. Það er nóg. Við skulum ekki verða gráðug,“ sagði Bale í samtali við Entertainment Weekly, þegar hann átti samtal við blaðamann tímaritsins vegna nýjustu myndar sinnar Out of the Furnace, sem verður frumsýnd 27. nóvember nk.

„Chris [Nolan] sagði alltaf að hann vildi gera eina mynd í einu. Og að lokum sátum við andspænis hvorum öðrum, og sögðum „Við erum um það bil að fara að gera þriðju myndina“. Við vissum aldrei fyrirfram að við myndum ganga svo langt, en fyrst að það æxlaðist þannig, þá átti það að enda þannig líka.“

Bale segist ekki hafa átt í neinum viðræðum vegna Justice League myndar. „Ég hef engar upplýsingar, enga vitneskju um nokkurn skapaðan hlut. Ég hef ekki rætt við neinn einasta mann. Ég veit að þeir munu hugsanlega gera Justice League mynd, það er það eina sem ég veit.“

Hann segist ekki vera sorgmæddur yfir því að annar en hann skrýðist Batman skikkjunni. „Þetta er kyndill sem á að ganga á milli manna. Ég nýt þess að hlakka til að sjá hvað næsti maður gerir.“