Ofurframleiðandinn og sjónmengunin Jerry Bruckheimer ( Armageddon ) sem er enn að jafna sig eftir slæmt gengi Pearl Harbor, ætlar þó ekki að leggja árar í bát ( því miður ). Hann er nú með handritshöfundana Marianne og Cormac Wibberley ( The Sixth Day ) í því að skrifa handritið að Bad Boys 2. Hans aðalhöfuðverkur er að reyna að fá þá félaga Will Smith og Martin Lawrence ásamt leikstjórann Michael Bay ( The Rock ) til þess að snúa aftur. Höfuðverkurinn liggur í því að síðan Bad Boys var gerð eru allir þrír orðnir svo hálaunaðir ( Smith og Lawrence c.a. 20 milljónir dollara hvor, og Bay c.a. 10 milljónir ) að vafasamt er að hægt verði að fá myndina til þess að skila hagnaði. Það er spurning hvort eitthvað verði af þessu verkefni, en Bruckheimer er alltaf með mörg járn í eldinum þannig að ef þetta dettur upp fyrir er hann ætíð með einhvern nýjan hrylling í bakhöndinni.

