Mike Myers hefur mátt muna sinn fífil fegurri eftir útreið síðustu myndar sinnar The Love Guru en hann má þó eiga það að hann heldur áfram að reyna. Orðrómar hafa aukist varðandi hugsanlega Austin Powers 4 mynd, en Mike Myers hefur lítið annað gert en að kynda undir þessum orðrómum.
Myers sagði að myndin yrði byggð algerlega í kringum Dr. Evil og samband hans við Scott son sinn, sem leikinn er af Seth Green, en Myers er sagður sækja efni í samband hans sjálfs við föður sinn. Myers er núna að skrifa handritið ásamt Michael McCullers sem vann að gerð Austin Powers: The Spy Who Shagged Me og Austin Powers in Goldmember.
Enginn samningur hefur verið gerður varðandi gerð myndarinnar og er það í raun helsta fyrirstaðan, New Line (sem heyra nú undir Warner Bros) eru þó sagðir hafa sýnt mikinn áhuga.
Mitt álit
Það er greinilegt að Mike Myers er að leita að trúverðugleika eftir The Love Guru sem er sögð vera á góðri leið með að eyðileggja feril hans, en Myers ætlar greinilega ekki að láta það gerast. Ég verð að játa að mér hefur alltaf fundist lúmskt gaman af Myers og finnst hann í raun drullufyndinn. Ég er mikill aðdáandi Austin Powers myndanna og myndi fagna þeirri fjórðu, en með von í hjarta að þeir geri hana skárri en Goldmember og sýni metnað, við vitum öll að Myers GETUR alveg verið fyndinn (sbr. atriðið hér fyrir neðan)
Tendar fréttir

