Náðu í appið
44
Bönnuð innan 12 ára

Austin Powers: The Spy Who Shagged Me 1999

(Austin Powers 2)

Frumsýnd: 2. júlí 1999

Double-O Behave!

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Ofurnjósnarinn Austin Powers er mættur aftur á svæðið. Dr. Evil ferðast með tímavél til ársins 1969 og hyggst stöðva Austin Powers í eitt skipti fyrir öll með því að stela kynorku hans. Austin þarf að fara aftur í tímann til að endurheimta kynorkuna og nýtur dyggrar aðstoðar kynbombunnar Felicity Shagwell. Það má heldur ekki gleyma að minnast á smávaxna... Lesa meira

Ofurnjósnarinn Austin Powers er mættur aftur á svæðið. Dr. Evil ferðast með tímavél til ársins 1969 og hyggst stöðva Austin Powers í eitt skipti fyrir öll með því að stela kynorku hans. Austin þarf að fara aftur í tímann til að endurheimta kynorkuna og nýtur dyggrar aðstoðar kynbombunnar Felicity Shagwell. Það má heldur ekki gleyma að minnast á smávaxna eftirgerð Dr. Evils, Mini-Me, og hinn magnaða Skota, Fat Bastard, sem setja svip sinn á myndina.... minna

Aðalleikarar


Eftir velgengni(eða öllu heldur) Austin Powers, ákváðu Mike Myers og Jay Roach að gera framhald um þessa snilldar persónu. Og var sú mynd vel þess virði að gera, því hún átti eftir að vekja meiri áhuga á þessum snilldar karakter. Mike Myers sýnir enn sömu snilldartaktana í hlutverki þeirra Austins og Dr. Evil. Svo er komin ný Powers gella, Heather Graham. Og er hún virkilega vel að hlutverkinu komin og er einstaklega flott í hlutverki Felicity Shagwell. Húmorinn er ennþá jafn mikil snilld og skemmtanagildi myndarinnar er meiriháttar. En besta aukning myndar þessar eru þeir Fat Bastard og Mini Me. Snilldartúlkun Mike Myers á þessum meiriháttar fyndna karakter er ein sú besta hjá honum í langan tíma. Og hló maður að honum allan tímann sem hann var á skjánum. Svo er Verne Troyer(held hann heiti það) virkilega fyndinn og ruthless í hlutverki Mini me. Allavega, meiriháttar gott framhald sem allir ættu að vera búnir að sjá. Ef þið eruð ekki búin að sjá hana, farið út á leigu núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mike Myers leikur Austin Powers í samnefndri þriggja mynda seríu sem gerir grín af James Bond myndunum. The spy who shagged me er önnur og sýsta myndin í seríunni og ég ætla að skrifa um hana. Mike Myers er fínn og fyndinn sem Austin Powers,vinsælasti spæjari heims. Myers leikur líka erkióvinninn Dr.Evil(snilldar nafn) og ógeðslega njósnarann Fat bastard. Heather Graham leikur gelluna Felicity Shagwell og er sú flottasta í seríunni en leikur ekki vel. Myndin er mjög vitlaus og heldur ekki mjög skemmtileg.Húmorinn er frekar slapur annað hvort óskekklegur eða þá inniheldur hann kynlíf eða kynlífs tilvísanir. Austin Powers kemst aqf því að nýja konan hans Vanessa(Elizabeth Hurley)er fembot(kvennvélmenni)og á að drepa hann en mistekst. Það þýðir bara eitt: Hann er einhleypur á ný!!!!!!!!. Dr.Evil ætlar að fara aftur tímann með tímavél og stela sjarma Austins og tekst það. Það er búið að gera klón af Dr.Evil sem er alveg eins og hann nema bara dvergur og hann heitir Mini Me(líka snilldar nafn). Dr.Evil vill líka fá 100. Billjón dollara eða hann sprengir allar borgir jarðarinnar upp. Austin fær hjálp frá Felicity Shagwell sem vinnur hjá CIA og tilsamans ætla þau að stoppa Dr.Evil og bjarga heiminum...... og fá sjarma Austins til baka.

Ég mæli ekki með the spy who shagged me en þó held ég að einhverjir eigi eftir að hafa gaman af þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, hér er komið framhald af hinum geysivinsæla Austin Powers. Hér er komið framhald hinni fyrstu sem var mjög góð og þessi er næstum því betri. Þessi mynd er eiginlega bara beint framhald af hinni. Núna eftir að Austin vann Dr.Evil,sem er eftirherma af hinum geysivinsæla vonda kallinum í James Bond myndunum, er Dr.Evil snúinn aftur. Dr.Evil ákveður að fara til baka í tíman þegar að hann Austin Powers var frosinn árið 1967 enn Dr.Evil fer 1969. Hann stelur Mojo hans Austin og Herran okkar Austin er í miklum vandræðum. Hann ætlar til árið 1969 þar sem hann kynnist stúlku, Hún heitir Felisity Shagwell sem leikinn er af henni Heather Graham. Þau þurfa fyrst að finna spæjara fyrir Dr.Evil sem er HEILT TONN! Enn hann heitir Fat Bastard. Á meðan hjá DR.Evil að vita það að það var búið að klóna hann Dr.Evil. Allt nákvæmlega eins enn hvað? Hann er einn áttundi af hanns stærð og er kallaður Mimi-Me(Sem er örugglega frægasti grínpersóna í dag). Hjá Austin og félugum eru þau Felisity og Austin enn að nálgast honum Dr.Evil og þau lenda í vandræðum hjá spæjarunum hjá honum Dr.Evil. Það er eiginlega bara ein spurning í þessari mynd. Mun Austin Powers stöðva Dr.Evil eða mun Dr.Evil stöðva Austin Power. Þessi mynd er mjög skemmtileg mynd og er þetta eiginlega besta Austin Powers myndinn í tríólogyni(svo sem stendur). Í þessari mynd eru margir leikarar að standa sig þokkalega enn sumir bara mjög skemmtilega. Mike Myers leikur nær alla aðalkarektana í myndinni enn hann leikur Austin Powers,Dr.Evil og Fat Bastard. Það er mjög fyndið að sjá ekta dverg leika þarna enn hann heitir Verne J. Troyer. Og svo eru fullt af öðrum leikurum sem líka eiga skilið athygli þ.a.m. Mustafa sem er leikinn er af Will Ferrer sem er sagður einn besti grínleikari í dag. Svo er líka vondu persónurnar Number two(Robert wagner) og Frau Farbissina(Gia Cardies(Held að hún hét það)) sem leika bara svona vel og sömuleiðis konan Ivana humpalot sem er kona sem ætlar er skotinn í þessum Austin Powers. Svo er Michael York sem Basil bara skemmtilega og fyrir þá sem vissu ekki þá leikur Tim Robbins forseta bandaríkjana í myndinni. Mér finnst að einn hápunkturinn við þessa mynd sé byrjunaratriðið enn þar kemur sonur Dr.Evil,sem er leikinn af Seeth Green sem hittir Jerry Springer(ímyndið ykkur það). Mér finnst þessi mjög góð mynd og líka mjög vel fyndinn. Ég mæli með alla sem fíla grín að kíkja á þessa mynd enn ég mæli allavega með henni. Þetta voru lokaorð mín á Austin Powers The Spy who shagged me. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Austin Powers; the spy who shagged me, er þrátt fyrir allt bullið mjög fyndin og skemmtileg mynd. Í þessari mynd eru komnir saman nokkrir skemmtilegir leikarar s.s. Seth Green (Scott), Mike Myers (Austin Powers, Dr. Evil og Fat bastard), Heather Graham ( Felisity Shagwell) og Elisabeth Hurley (Vanessa). Dr. Evil hefur farið aftur til ársins 1969 þar sem Austin er búinn að vera frosinn í tvö ár til að stela sjarmanum hans. Til að ná honum aftur þarf Austin líka að fara aftur til 1969 og ná honum af honum. Þar hittir hann Felisity og verður strax bálskotinn í henni. Þessi mynd er framhald af Austin Powers 1, en er ekki mikið frumlegri en hin. Þess vegna fær hún bara tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa 16.júní 1999 tveim dögum áður en ég varð 12 ára og það sama með fyrstu myndina hló ég mig þangað til ég varð lamaður, ég man að ég datt á gólfið og hló í 30 sekúndur á einum brandara ég man ekki hverjum en ég man að allir hlógu hátt. Allt það sama er í þessari mynd meira af mojo brandörum og margt nýtt og mini-me er frumlegur karakter á góðum kanti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.06.2013

Graham lokkar í eldhúsinu - Ný stikla

Leikkonan Heather Graham hefur ekki verið mjög áberandi síðustu ár, en hún er þó enn eftirsótt, enda skemmtileg leikkona. Margir muna eftir henni úr Austin Powers: The Spy Who Shagged Me, en síðast mátti sjá hana í...

13.08.2011

Austin Powers 4 á leiðinni?

Þónokkuð er umliðið síðan síðast fréttist af hugsanlegri fjórðu Austin Powers myndinni, HitFix segir nú frá því að Mike Myers sé búinn að skrifa undir samning um að leika í fjórðu myndinni. Árið 2008 var sag...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn