Artúr & Lancelot frestað

Við sögðum frá því um daginn að íslandsvinurinn nýji Kit Harrington og frændi okkar sænski Joel Kinnaman hefðu verið ráðnir í hlutverk Artúrs og Lancelot, í nýrri kvikmynd sem David Dobkin (Wedding Crashers) átti að gera fyrir Warner Brothers og verða „ný og fersk nálgun á goðsagnirnar“. Myndin hafði fengið útgáfudagsetninguna 15. mars 2013, og allt var að fara í gang. Nú lítur út fyrir að það gerist ekki.

Staðan er þannig að Warner fannst nóg um við kostnað myndarinnar – sem hafði hækkað úr 90 milljónum bandaríkjadala í 130 – að þeir hafa sett myndina í bið, og boðið leikstjóranum að reyna að finna aðra kostnaðaraðila sem gætu haft áhuga á verkefninu. Forsaga málsins var sú að Warner voru með þrjár hugmyndir um nýja útgáfu af Artúri konungi í samkeppni, ásamt Dobkin voru það Guy Ritchie og Bryan Singer sem höfðu áhuga á að stýra sitthvorri Artúrs myndinni. Af einhverri ástæðu vann Dobkin keppnina (var sennilega tilbúin með sína mynd fyrstur) en nú gæti það breyst aftur. Fregnir herma að ef að útgáfa Dobkins deyr endanlega, gætu Warner tekið upp þráðinn með Guy Rithcie aftur, en hann er nú í dálitlu uppáhaldi hjá kvikmyndaverinu eftir að hafa leikstýrt tveimur Sherlock Holmes gullkálfum, og er bókaður í myndina The Man From UNCLE, sem að Steven Soderbergh hætti nýlega við að gera.

Ég get nú ekki sagt að það sé svekkjandi að fá ekki að sjá hvað maðurinn á bakvið The Changeup hefði gert með Artúr og Lancelot. En leikararnir sem hann var kominn með voru þó áhugaverðir. Staðan lítur ekki vel út, en við megum ekki afskrifa myndina strax, kannski finnur Dobkin nýja fjárfesta, eða nær að lækka kostnað myndarinnar niður í fýsilegt verð fyrir Warner.

Artúr & Lancelot frestað

Við sögðum frá því um daginn að íslandsvinurinn nýji Kit Harrington og frændi okkar sænski Joel Kinnaman hefðu verið ráðnir í hlutverk Artúrs og Lancelot, í nýrri kvikmynd sem David Dobkin (Wedding Crashers) átti að gera fyrir Warner Brothers og verða „ný og fersk nálgun á goðsagnirnar“. Myndin hafði fengið útgáfudagsetninguna 15. mars 2013, og allt var að fara í gang. Nú lítur út fyrir að það gerist ekki.

Staðan er þannig að Warner fannst nóg um við kostnað myndarinnar – sem hafði hækkað úr 90 milljónum bandaríkjadala í 130 – að þeir hafa sett myndina í bið, og boðið leikstjóranum að reyna að finna aðra kostnaðaraðila sem gætu haft áhuga á verkefninu. Forsaga málsins var sú að Warner voru með þrjár hugmyndir um nýja útgáfu af Artúri konungi í samkeppni, ásamt Dobkin voru það Guy Ritchie og Bryan Singer sem höfðu áhuga á að stýra sitthvorri Artúrs myndinni. Af einhverri ástæðu vann Dobkin keppnina (var sennilega tilbúin með sína mynd fyrstur) en nú gæti það breyst aftur. Fregnir herma að ef að útgáfa Dobkins deyr endanlega, gætu Warner tekið upp þráðinn með Guy Rithcie aftur, en hann er nú í dálitlu uppáhaldi hjá kvikmyndaverinu eftir að hafa leikstýrt tveimur Sherlock Holmes gullkálfum, og er bókaður í myndina The Man From UNCLE, sem að Steven Soderbergh hætti nýlega við að gera.

Ég get nú ekki sagt að það sé svekkjandi að fá ekki að sjá hvað maðurinn á bakvið The Changeup hefði gert með Artúr og Lancelot. En leikararnir sem hann var kominn með voru þó áhugaverðir. Staðan lítur ekki vel út, en við megum ekki afskrifa myndina strax, kannski finnur Dobkin nýja fjárfesta, eða nær að lækka kostnað myndarinnar niður í fýsilegt verð fyrir Warner.