Argo-leikari út úr skápnum

Kanadíski leikarinn Victor Garber,  sem hefur leikið í Titanic, Legally Blonde, Argo og sjónvarpsþáttunum Alias, ef kominn út úr skápnum.

Hinn 63 ára Garber hefur aldrei áður rætt samkynhneigð sína opinberlega. Hann  staðfesti í viðtali við Greg In Hollywood að hann búi með karlmanni.

Þegar hann var spurður út í færslu á Wikipedia um að hann búi með Rainer Andreesen í New York sagði hann: „Ég hef ekkert talað um þetta en þetta er eitthvað sem allir vita. Hann verður með mér á SAG-verðlaununum.“

Stutt er síðan Jodie Foster tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um samkynhneigð sína á Golden Globe-hátíðinni.

Garber fór með hlutverk Ken Taylor,  kanadíska sendiherrans í Íran í Argo, og stóð sig með prýði eins og hann hefur iðulega gert á ferli sínum.