Aquaman fékk samkeppni á toppnum

Þrjár kvikmyndir urðu hlutskarpastar um nýliðna bíóhelgi þegar kemur að bíóaðsókn í landinu, en allar myndirnar hlutu mikla aðsókn. Um er að ræða Aquaman, sem heldur toppsætinu aðra vikuna í röð, á hæla hennar kemur svo Disney kvikmyndin Mary Poppins Returns, og þriðja vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag er svo teiknimyndin Spider-Man: Into the Spider Verse.

Einnig má nefna að Transformers hliðarmyndin Bumblebee naut sömuleiðis mikillar hylli og kom ekki langt á eftir hinum myndunum þremur í aðsókn.

Í Bandaríkjunum var svipað um að litast á toppinum, nema að Bumblebee og Spider-Man áttu sætaskipti.

Myndirnar í öðru, þriðja og fjórða sæti listans eru allar nýjar á lista, en til viðbótar eru nýjar á lista rómantíska gamanmyndin Second Act í sjötta sætinu og spennutryllirinn og dramað First Reformed með Ethan Hawke í aðalhlutverkinu, í 16. sæti.

Sjáðu jólalistann í heild sinni hér fyrir neðan: