Angelina Jolie er norn

Disney kvikmyndafyrirtækið gaf í gær út fyrsta plakatið fyrir ævintýramyndina Maleficent, með Angelinu Jolie í aðalhlutverkinu.

Jolie leikur í myndinni Maleficent, illu nornina í Þyrnirós. Aðrir leikarar eru Sharlto Copley, Elle Fanning, Sam Riley, Imelda Staunton, Juno Temple og Lesley Manville.

Von er á fyrstu stiklunni úr myndinni í dag, miðvikudag.

Leikstjóri myndarinnar er Robert Stromberg.

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 30. maí á næsta ári.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

maleficent