David Goyer var hluti af handritsteyminu sem starfaði við gerð The Dark Knight og Batman Begins. Hann var í viðtali við MTV fyrir stuttu og sagði að allir orðrómar um væntanlega Batman framhaldsmynd séu kjaftæði.
,,Þetta er allt bull. Allt saman. Kjaftæði. Chris (Christopher Nolan) og ég höfum ekki einu sinni rætt saman um þetta mál. Hann er í mjög löngu fríi eins og er og kemur ekki aftur í bráð.“ sagði Goyer í umræddu viðtali.
Staðan er því þessi: Christopher Nolan hefur ekki samþykkt að gera þriðju Batman myndina, Philip Seymour Hoffman og/eða Johnny Depp eiga ekki eftir að leika illmenni í framhaldsmynd og Cher leikur ekki kattakonuna í næstu mynd.

