Áhorf vikunnar (4.-10. jan)

Það er oftast frekar rólegt í kvikmyndafréttum um helgar og þess vegna hjálpar það að fylla upp í þagnirnar með föstum liðum. Mér datt í hug að koma með vikulegan þráð sem heitir því ofsa grípandi nafni „Áhorf vikunnar.*“ Það segir í raun og veru allt sem segja þarf.

*Ég varð að breyta nafninu. Hitt gaf manni klígju.

Ég vil samt helst ekki vera einn þannig að ég hvet fleiri íslenska kvikmyndafíkla til að rísa aðeins upp úr sunnudagsþynnkunni og tjá sig (á kommentsvæðinu) um hvað þeir horfðu á á s.l. viku. Og þá meina ég hvað sem er, hvort sem þið sáuð það á RÚV, í bíó, heima í stofu eða á 19″ tölvuskjá hjá vini ykkar. Gefið efninu síðan einkunn (eins og þið mynduð hvort eð er gera í umfjallanaskrifum) og látið smá texta fylgja með, en bara ef þið nennið…

Prófum þetta allavega. Kannski ég byrji bara til að sýna ykkur.

Á síðastliðinni viku horfði ég semsagt á:

(engin spes röð. Skrifa bara eftir minni)

Avatar – 9/10
Um að gera að horfa á myndina sem oftast í þrívídd áður en maður getur bara horft á hana í 2D á Blu-Ray.

Mamma Gógó – 4/10
En ein íslenska myndin eftir Frikka Þór þar sem fólki líður alltaf illa. Pass.

Hot Rod – 7/10
Bjóst ekki við neinu, endaði með því að hlæja mig máttlausan á sumum stöðum. Ótrúlega freðinn húmor. Andy Samberg er snillingur.

Dirty Work – 7/10
Hafði ekki séð þessa í mörg ár. Stórskemmtilegt bull.

Whip It – 5/10
Meh

An Education – 7/10
Krúttleg formúlumynd. Aðalleikkonan er meiriháttar.

Moon – 8/10
Ennþá frábær.

Far Cry – 3/10
Eitt sinn Uwe Boll, ávallt Uwe Boll. Veit ekki af hverju ég veitti þessari athygli mína.

Hvað horfðir þú á í vikunni? Enga feimni.