Áhorf vikunnar (19. – 25 mars)

„I need a horse!“

Okei, ég vissi ekki alveg hvernig átti að byrja þetta, en Thor virðist alltaf viðeigandi. Aðsóknarmikil helgi að baki, þar sem The Hunger Games tröllvelti öllum öðrum vestanhafs og smærri myndir læddust í bíóhúsin hérlendis á borð við Friends With Kids og Margin Call. Hef ekki enn heyrt neitt um þessar síðarnefndu, þannig það væri fróðlegt að heyra frá ykkur sem sáuð þær. Vissuð þið að Prúðuleikararnir eru ennþá í bíó ásamt slatta af öðrum óskarssigurvegurum?

Deilum nú visku okkar og hvað við lærðum frá nýjum og gömlum smellum (og feilerum). Sama gamla og gullna uppsetningin og við vitum að ykkur klæjar af spenningi við að deila áhorfum á ný eftir langa bið (sorrí, gerist ekki aftur).

Kvikmynd, einkunn
og komment.

Voruð þið annars búin að frétta að hinn bráðfyndni Clerks: The Animated Series mun líklega snúa aftur á næsta ári? (LOKSINS!)