Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin 5.mars næstkomandi og ég get ekki annað sagt en að spennan sé í hámarki ! Við höfum ákveðið að rýna aðeins betur í stærsta flokkinn, og finna líklegasta sigurvegarann
Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan er komið að því að velja Bestu kvikmyndina. Myndirnar í pottinum eru:
Brokeback Mountain eftir Ang Lee
Capote eftir Bennett Miller
Crash eftir Paul Haggis
Good Night, and Good Luck George Clooney
Munich eftir Steven Spielberg
Brokeback Mountain : Klárlega umdeildasta myndin í hópnum. Fjallar um ást tveggja manna, sem eru nú þegar giftir konum sínum. Myndin er fallega gerð en persónulega sá ég hana ekki sem rosalegt meistaraverk. Myndinni hefur þó verið hrósað um allan heim, og svona eldfimt efni gæti höfðað til Óskarsverðlaunanefndarinnar. Ef myndinni verður neitað um verðlaun gæti það ósjálfrátt gefið út þau skilaboð að Óskarsverðlaunin séu á móti samkynhneigðum!.
Capote: Þessi mynd er alveg frábær! Fjallar um gerð bókarinnar &8220;In Cold Blood&8221; eftir Truman Capote. Fjölskylda er myrt af tveimur mönnum og Truman nær að kynnast þeim til þess að skrifa bókina. Þó svo að hún eigi sína daufu punkta þá er það leikarinn Philip Seymour Hoffman sem heldur henni uppi með sínum stjörnuleik. Þó hún vinni ekki endilega sem besta myndin kemur Philip Seymour Hoffman sterklega til greina í flokknum Besti Aðalleikari
Crash: Frábær flétta sem sameinar líf nokkurra ólíkra manneskja og gefur nokkuð bitra mynd af ríkisstjórninni í Bandaríkjunum. Mikið úrval frægra leikara er í myndinni sem skila öll sínu hlutverki vel… nema Sandra Bullock. Þó svo að myndin sé snilldarlega gerð skilur hún minna eftir sig en hinar. Þessi mynd er sú ósigurstranlegasta í flokknum, en gæti þó komið á óvart.
Good Night, and Good Luck: Myndin sem er þekkt fyrir leikstjórn George Clooney. Er byggð á sönnum atburðum og fjallar um tvo fréttamenn og leiðir þeirra til að klekja á kommúnismanum, sem var í hámarki á þessum tíma. Mörgum þykir myndin vera besta mynd síðasta árs, en hún er nýhafin í sýningum hér á Íslandi. Leikararnir þykja sýna einn beista leik sem hefur verið festur á filmu, en þó sérstaklega David Strathairn, sem þykir mjög líklegur til að krækja sér í verðlaun í sínum flokki. Í heildina litið er þetta frábær niðurstaða fyrir George Clooney sem sýnir og sannar hvað í honum býr.
Munich : Viðkvæmt málefni, líkt og í Brokeback Mountain. Fjallar um atburðina sem gerðust eftir Ólympíumorðin í München. Steven Spielberg fer úr hlutverki sínu sem leikstjóri og gerir mynd sem mér finnst vera mjög ólík hans fyrri verkum. Leikurinn í myndinni dettur niður á köflum og nokkuð mikið af óvönduðum feilum í klippingu sem kom mér mjög á óvart. Myndin er hinsvegar svo stór og vel gerð í næstum alla staði fyrir utan þessa tvo að hún kemur sterklega til greina.
Í heildina litið er baráttan gríðarlega hörð, en val Óskarsverðlaunanefndarinnar vekur þó athygli, og þykir koma á óvart að myndir eins og Walk the line og King Kong séu ekki tilnefndar í fleiri flokkum. Í þessum flokki er baráttan helst milli Munich, og Brokeback Mountain en sú síðarnefnda þykir vera sigurstranglegust, einkum vegna þess að þetta er hið fullkomna tækifæri dómnefndarinnar til að taka afstöðu með eða á móti samkynhneigð (já…allavega í kvikmyndum!), þrátt fyrir að mitt álit á henni sé ekki svo hátt. Þó svo að mig langi til þess að setja atkvæði mitt Capote þá þykir mér það veik von að sjá hana valda sem bestu kvikmyndina. Skondið er að sjá að 4 myndirnar af þessum 5(allar nema Crash) sem eru tilnefndar í flokknum Besta kvikmynd eru frá 5., 6. eða 7. áratugnum. Hvernig sem niðurstaðan verður er alveg pottþétt að sunnudagurinn 5.mars verður bókaður fyrir framan sjónvarpið!

