Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fínasta afþreying, fyrir þá sem eru ekki að leita sér að svakalegri spennumynd þar sem að lágmarki 75 manns verða að vera drepnir til þess að hægt sé að horfa á hana.
Philip Seymour Hoffman sínir hér að hann er einfaldlega einn allra besti leikari í heiminum í dag, og er ég viss um að myndin værir ekki jafn góð og hún í raun er ef ekki værir fyrir hann.
Vönduð og athyglisverð
Hvað væri Capote án Philips Seymour Hoffman? Myndin er reyndar mikið meira en bara auglýsing á það hversu góður hann er einn og sér, þar sem um er að ræða ákaflega vel skrifaða, grípandi og einstaklega vel gerða kvikmynd í alla staði.
Hoffman er aðeins undirstrikunin sem gerir mjög gott miklu betra. Það er eitthvað við frammistöðu hans í myndinni sem setur ákveðinn gæðastimpil á þessa mynd. Það er ekki bara hvernig leikarinn nær að breyta sér, heldur einnig hvernig hann vinnur út úr Truman Capote sem einstakling. Capote er allt annað en viðkunnanlegur náungi, og myndin reynir ekkert að fela það. Hann lýgur og misnotar traust annars fólks til að bóka eigin hagnað. Hins vegar hefur myndin tiltekna dýpt sem grafar undir yfirborð mannsins og sýnir hann sem flókinn einstakling sem maður vorkennir einhverra hluta vegna.
Nú er ég kannski farinn of langt út í sama efnið. En fyrir utan Hoffman eru aðrir leikarar sömuleiðis ótrúlega góðir. Catherine Keener, Chris Cooper og sérstaklega Clifton Collins Jr. gera mun meira en að fylla aðeins upp í aukahlutverkin. Leikstjórn Bennets Miller er jafnframt fagmannleg ásamt frábæru handriti Dans Futterman.
Ég held að ég geti talið það öruggt að álíta Capote eina af bestu kvikmyndum ársins 2005.
8/10
Hvað væri Capote án Philips Seymour Hoffman? Myndin er reyndar mikið meira en bara auglýsing á það hversu góður hann er einn og sér, þar sem um er að ræða ákaflega vel skrifaða, grípandi og einstaklega vel gerða kvikmynd í alla staði.
Hoffman er aðeins undirstrikunin sem gerir mjög gott miklu betra. Það er eitthvað við frammistöðu hans í myndinni sem setur ákveðinn gæðastimpil á þessa mynd. Það er ekki bara hvernig leikarinn nær að breyta sér, heldur einnig hvernig hann vinnur út úr Truman Capote sem einstakling. Capote er allt annað en viðkunnanlegur náungi, og myndin reynir ekkert að fela það. Hann lýgur og misnotar traust annars fólks til að bóka eigin hagnað. Hins vegar hefur myndin tiltekna dýpt sem grafar undir yfirborð mannsins og sýnir hann sem flókinn einstakling sem maður vorkennir einhverra hluta vegna.
Nú er ég kannski farinn of langt út í sama efnið. En fyrir utan Hoffman eru aðrir leikarar sömuleiðis ótrúlega góðir. Catherine Keener, Chris Cooper og sérstaklega Clifton Collins Jr. gera mun meira en að fylla aðeins upp í aukahlutverkin. Leikstjórn Bennets Miller er jafnframt fagmannleg ásamt frábæru handriti Dans Futterman.
Ég held að ég geti talið það öruggt að álíta Capote eina af bestu kvikmyndum ársins 2005.
8/10
Sama hve mikil snilld bókin hans Truman Capote, In Cold Blood sé, þá sá ég fátt við Capote myndina sem snilld, fyrir utan þá auðvitað frammistöðuna hans Philip Seymour Hoffman sem átti óskarinn vel skilið. Handritið sýndist mér frekar óreglulegt, vel skrifaðar samræður en mörg atvik hér og þar sem ég átti erfitt við að tengja rétt við söguna, eins og að flestum útskýringum hefðu verið sleppt. Annars þá skilur maður heildina að lokum, Hoffman er alveg nógu sannfærandi til þess að heilla manni að myndinni. Capote er varla besta kvikmynd 2005, öll þau gæði við myndina sem hvöttu til ósakrsverðlaunatilnefninga sá ég ekki til staðar, fyrir utan leik hans Hoffman, annars þá er ég sáttur við myndina, hún kom mér varla á óvart eða að vonbrigðum.
Capote fjallað um hið ótrúlega morðmál sem leiddi Truman Capote til að skrifa hans merkilegasta verk: In Cold Blood. Eftir að hafa séð grein í blaði einu um hræðilegt morðmál á Clutter fjölskyldunni, ákveður hann að þetta verði næsta grein sem hann muni fjalla um. En því meir sem Truman fer að rannsaka málið, fer hann að átta sig á því að hann hefur svo mun meira að segja frá en ein smá grein. Þessi mynd er meistaraverk og er mikið afrek fyrir leikstjórann Bennett Miller. Leikstjórn hans er traust og er hann vel að Óskarnum kominn. Handrit Dan Futtermans er brilliant. Svo er Phillip Seymour Hoffman brilliant í hlutverki Capote. Kemur hann með mjög sannfærandi frammistöðu og mikla dýpt í persónu sína. Það er mjög erfitt að leika persónu sem maður hefur samúð með en er soldið sjálfelskur hvað varðar hans markmið. Og að geta breytt um framburð í röddinni og gera hann trúverðugann, og fannst mér Hoffman skila þessum þáttum meistaralega vel frá sér og væri það mjög leiðinlegt ef Akademían myndi ekki verðlauna hann fyrir þessa afbragðs frammistöðu. Þessi mynd er skylduáhorf og er strax orðinn Instant Classic í mínum huga. 4 stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
24. febrúar 2006