Capote
2005
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 24. febrúar 2006
114 MÍNEnska
89% Critics
82% Audience
88
/100 Philip Seymour Hoffman vann Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn, bestan leik kvenna í aukahlutverki og fyrir besta handrit eftir áður útgefnu efni.
Árið 1959 heyrir dálkahöfundur The New Yorker, Truman Capote, af hryllilegu og ástæðulausu morði á fjögurra manna fjölskyldu í Holcomb, í Kansas. Hann hrífst af sögunni, og fer með félaga sínum, Harper Lee, í bæinn þar sem atburðirnir gerðust, til að afla gagna fyrir grein sem hann ætlar að skrifa. En eftir því sem Capote grefur dýpra, þá fær hann... Lesa meira
Árið 1959 heyrir dálkahöfundur The New Yorker, Truman Capote, af hryllilegu og ástæðulausu morði á fjögurra manna fjölskyldu í Holcomb, í Kansas. Hann hrífst af sögunni, og fer með félaga sínum, Harper Lee, í bæinn þar sem atburðirnir gerðust, til að afla gagna fyrir grein sem hann ætlar að skrifa. En eftir því sem Capote grefur dýpra, þá fær hann innblástur til að stækka verkefnið upp í bók sem átti eftir að verða hans áhrifamesta verk, In Cold Blood. Til að ná þessu efni þá tekur hann viðtöl við fangana, og þá sérstaklega við Perry Smith, rólyndan mann með slæma fortíð. Eftir því sem verkinu vindur áfram fer Capote að vorkenna Perry, sem verður til þess að hann vill reyna að hjálpa föngunum að einhverju marki. En þessi þörf, er í algerri mótsögn við þann endi sem þarf að verða á bókinni, sem er aftaka fanganna fyrir glæpina. Þessi árekstur mismunandi þátta, og mismunandi ástæður fyrir bæði þann sem tekur viðtalið og þann sem tekið er viðtal við, gera þetta að erfiðri reynslu sem átti eftir að skapa bókmenntaverk sem átti eftir að breyta heimildarskrifum þess tíma sem bókin var skrifuð á.... minna