Gamli refurinn Randy
Quaid og eiginkona hans Evi Quaid eru dugleg við að láta handtaka
sig, en þeim var stungið stuttlega í steininn í gær í Kaliforníu þegar
þau klikkuðu á því að mæta í dómssal vegna máls sem höfðað hefur verið
gegn þeim. Reyndar mættu þau tveimur vikum of seint. Úps.
Hjónin
voru leyst úr haldi gegn 100.000 dala tryggingu fyrir hvort þeirra, og
var skipað að mæta aftur í réttarsal á morgun, miðvikudag.
Quaid
hjónin hafa endurtekið látið undir höfuð leggjast að mæta í réttarsal,
en þau eru grunuð um að hafa svikið hótel nokkurt um 10.000 dali.
Þau
eru einnig sökuð um innbrot og samsæri. Þau hjón segjast vera saklaus
af öllum ákærum.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru Quaid
hjónin skælbrosandi í handjárnum á leið í fangelsið, og virðast ekki
hafa nokkrar áhyggjur af þessu smámáli. Þau þurftu aðeins að dúsa í tæpa
4 klukkutíma í steininum að þessu sinni.
Lögfræðingur
þeirra, Robert Sanger, segir að peningarnir hafi verið endurgreiddir og
Quaid hjónin voni að hægt verði að leysa málið án aðkomu dómstólanna.
Sanger vildi ekkert segja um það afhverju hjónin mættu svona seint fyrir
dómarann í þetta skiptið.
Randy er best þekktur fyrir
aukahlutverk í myndum eins og Independence
Day og Vacation
myndirnar. Hfann er eldri bróðir leikarans Dennis
Quaid.
Málið gegn Quaid hjónunum hefur verið í gangi síðan í
september sl. en þá voru þau sökuðu um að hafa notað ógilt kreditkort
til að snuða San Ysidro Ransch hótelið í Montecito um meira en 10.000
Bandaríkjadali.

