Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Svipaðar myndir


Gagnrýni (4)

Christmas Vacation er ein af mörgum Vaction myndunum sem hafa verið gerðar en er án nokkurs vafa sú lang besta.
Clark Griswold ætlar að halda hin fullkomnu jól með fjölskyldunni sinni en svo margt fer úrskeiðis á svo skemmtilegan máta að maður hættir ekki að hlæja allann tímann.
Ég keypti mér þessa mynd fyrir nokkrum árum án þess að hafa séð hana og vissi ekki við hverju mátti búast en ég fékk meira en ég vonaðist eftir það get ég sagt.
3 1/2 Stjarna.

Þetta var frábær mynd þótt þó fóru ekki í frí í alvörunni. Þetta var seinasta Góða National Lampoon Vacation myndin og mæli ég með National Lampoons Vacation og National Lampoons European Vacation.

Frábær mynd. Með betri jólamyndum sem ég hef séð. Chevy Chase er frábær sem fjölskyldufaðirinn í Griswald fjölskyldunni. Ég segi ekki meir enn að þau ætla að halda fullkominn jól (sem við sjáum hvernig verða). Byrjunaratriðið er magnað (það er teiknað). Skylduáhorf fyrir alla gamanmynda aðdáendur.

Þessi mynd er skylduáhorf fyrir hver einustu jól enda ekki oft sem svona grín jólamyndir heppnast jafn vel. Myndin er bráðfyndin og þeir sem vilja að eins slappa af og losa smá jóla stress ættu að skella þessari í tækið og láta fara vel um sig.
Tengdar fréttir
04.12.2020
Hvaða jólamyndir skara fram úr?
10.12.2016
Svört jól á Blu
01.12.2015
Blóðug jól