Náðu í appið
Öllum leyfð

Christmas Vacation 1989

(National Lampoon's Christmas Vacation)

Frumsýnd: 14. desember 1990

There's No Place Like Home For A Holiday!

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum, og einnig frænda sínum Louis og elliærri frænku sinni Bethany. Clark að óvörum mætir hinn groddaralegi frændi konu hans, Eddie, ásamt allri fjölskyldunni í húsbílnum sínum. Clark er búinn að undirbúa... Lesa meira

Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum, og einnig frænda sínum Louis og elliærri frænku sinni Bethany. Clark að óvörum mætir hinn groddaralegi frændi konu hans, Eddie, ásamt allri fjölskyldunni í húsbílnum sínum. Clark er búinn að undirbúa húsið og skreyta með meira en 20.000 ljósaperum og búinn að ná í risastórt jólatré sem passar eiginlega ekki inn í stofuna. Fljótlega fara að koma brestir í alla framkvæmdina, kalkúninn er ekki eins og hann átti að vera, köttur frænkunnar nagar í sundur rafmagnskapal og Louis kveikir í trénu. Til að kóróna allt saman þá fær hann ekki langþráðan jólabónus frá fyrirtækinu, og þá sýður endanlega upp úr hjá okkar manni. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Christmas Vacation er ein af mörgum Vaction myndunum sem hafa verið gerðar en er án nokkurs vafa sú lang besta.

Clark Griswold ætlar að halda hin fullkomnu jól með fjölskyldunni sinni en svo margt fer úrskeiðis á svo skemmtilegan máta að maður hættir ekki að hlæja allann tímann.

Ég keypti mér þessa mynd fyrir nokkrum árum án þess að hafa séð hana og vissi ekki við hverju mátti búast en ég fékk meira en ég vonaðist eftir það get ég sagt.

3 1/2 Stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta var frábær mynd þótt þó fóru ekki í frí í alvörunni. Þetta var seinasta Góða National Lampoon Vacation myndin og mæli ég með National Lampoons Vacation og National Lampoons European Vacation.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd. Með betri jólamyndum sem ég hef séð. Chevy Chase er frábær sem fjölskyldufaðirinn í Griswald fjölskyldunni. Ég segi ekki meir enn að þau ætla að halda fullkominn jól (sem við sjáum hvernig verða). Byrjunaratriðið er magnað (það er teiknað). Skylduáhorf fyrir alla gamanmynda aðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er skylduáhorf fyrir hver einustu jól enda ekki oft sem svona grín jólamyndir heppnast jafn vel. Myndin er bráðfyndin og þeir sem vilja að eins slappa af og losa smá jóla stress ættu að skella þessari í tækið og láta fara vel um sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn