Ný Bond mynd filmuð á næsta ári?

Að sögn James Bonds sjálfs, breska leikarans Daniel Craig, hefjast tökur á nýjustu Bond myndinni, þeirri 23. í röðinni, seint á næsta ári.
Craig lét þetta út úr sér á föstudaginn í New York þegar hann svaraði aðdáanda sem greip hann glóðvolgan fyirr utan dyrnar á leikhúsi á Broadway þar sem sýnt er leikritið „Steady Rain“, með Craig og Hugh Jackman.

MGM framleiðslufyrirtækið tjáir sig ekki um orð Craigs.

Síðustu fréttir sem bárust af myndinni voru í júní sl.  en þá var það upplýst að Peter
Morgan, Neal Purvis og Robert Wade sætu sveittir við skriftir fyrir nýju myndina, en ekki hefur verið nefndur neinn leikstjóri til sögunnar ennþá.

Síðustu tvær Bond myndir, Quantum of Solace og „Casino Royale„, gengu báðar mjög vel, en Craig lék í báðum myndunum.