Capitalism: A Love Story, eða Kapítalisminn: Ástarsaga, nýjasta mynd þjóðfélagsrýnisins Michael Moore, sem þekktur er fyrir myndir eins og Fahrenheit 9/11, verður forsýnd í Alice Tully Hall í Lincoln Center í New York 21. september nk. Aðdáendur kappans á leið um borgina, ættu endilega að kíkja á ræmuna, en á undan sýningunni mun Moore spjalla við Tina Brown ritstjóra Daily Beast vefritsins. Myndin verður síðan frumsýnd um öll Bandaríkin 2. október.
Eins og sumar fyrri mynda Moore fjallar myndin um þann eyðileggingarmátt sem stórfyrirtæki í Bandaríkjunum geta haft, og hvernig þau snerta daglegt líf Bandaríkjamanna ( og heiminn allan ) eins og fram kemur á imdb.com kvikmyndasíðunni.
Meira er hægt að lesa um myndina á http://www.capitalismalovestory.com/

