Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Viðkvæmt efni, mildur Moore
Áhugi þinn gagnvart þessari nýjustu Michael Moore mun að sjálfsögðu byggjast alfarið á því hvernig þér líkar við manninn. Fólk annaðhvort fílar hann eða hatar hann meira en alvarlegustu veikindi, þannig að þú, lesandi góður, ert með öllum líkindum búinn að ákveða þig hvort þú viljir sjá nýjasta þrasið í honum eða ekki. Ég hefði aldrei gefið mér tímann í þessa mynd ef ég hataði Moore. Það má vera að hann sé ekki alltaf hreinskilinn og stundum á hann til að sviðsetja eða ýkja ýmsar senur, en vitið þið? Mér er ósköp sama um það svo lengi sem að heimildirnar eru traustar og boðskapurinn kemst almennilega til skila, sem hann oftast gerir. Þar að auki kemur hann oftar með góða punkta heldur en slæma. Það fer ekki á milli mála að Bowling for Columbine sé besta og líklega mikilvægasta myndin hans. Sicko er að mínu mati sú skemmtilegasta. Capitalism: A Love Story (frekar þurr titill að mínu mati) er mikilvæg mynd að svo mörgu leyti, en mér finnst einhvern veginn eins og Moore hafi ekki haft nógu mikið áhugavert að segja til að fylla upp í þessa tvo klukkutíma.
Ef það er eitthvað sem mér finnst einkenna myndir Moores þá er það skemmtanagildið. En þrátt fyrir að myndirnar snerti stundum grafalvarleg málefni þá nær Moore alltaf að bæta smá húmor inn við og við. Auk þess flæða myndirnar oftast mjög vel og eru vandlega uppbyggðar. Capitalism hefur þetta ekki. Hún hélt mér límdum við skjáinn fyrsta klukkutímann eða svo, síðan fór efnið út í allar áttir og þá fannst mér eins og ég hafi misst áhugann á allri restinni. Moore fer að kanna slóðir sem annaðhvort fræða mann lítið eða segja manni bara ekkert sem maður þegar vissi ekki áður, eða a.m.k. grunaði um. Hann kemur heldur ekki með neinn heilsteyptan boðskap sem þræðir saman allt það sem við vorum búin að horfa á í þessa tvo tíma, heldur meira er hann bara að segja: "Stattu upp og gerðu eitthvað!" Og þar sem að þetta er ekki mynd um hlýnun jarðar finnst manni eins og sami boðskapur hefði getað virkað í 20 mínútna áróðursvídeói.
Mér finnst það líka orðið þreytt að sjá Michael Moore sífellt standa við anddyri í byggingu og reyna að komast inn eða gargandi fyrir utan með gjallarhorn. Þetta er auðvitað meira gert upp á gamanið, en maður hefur séð þetta svo oft að það er farið að verða pirrandi. Moore reyndar fyllir mjög mikið upp í þessa mynd með efni sem kemur lykilefninu lítið við, og það er líka þreytandi.
Capitalism kemur augljóslega frá hjartanu á Moore og það fer ekki framhjá manni. Hins vegar fannst mér niðurstaðan vera frekar töm og óeftirminnileg miðað við það sem ég hef séð áður frá honum. Moore þarf að sýna meiri reiði, og það greinilega hvetur hann til að ganga lengra. Það er haugur af grípandi efni hér til staðar (og það er erfitt að vera ekki snortin af sumum fjölskyldusögunum) en stundum langt á milli þess. Ég hef séð flestar myndir Moores oftar en einu sinni, en einhvern veginn efa ég að ég nenni að sitja yfir þessari aftur. Kannski mun ég kíkja á fáeina búta, en heildina? Nee...
6/10
Áhugi þinn gagnvart þessari nýjustu Michael Moore mun að sjálfsögðu byggjast alfarið á því hvernig þér líkar við manninn. Fólk annaðhvort fílar hann eða hatar hann meira en alvarlegustu veikindi, þannig að þú, lesandi góður, ert með öllum líkindum búinn að ákveða þig hvort þú viljir sjá nýjasta þrasið í honum eða ekki. Ég hefði aldrei gefið mér tímann í þessa mynd ef ég hataði Moore. Það má vera að hann sé ekki alltaf hreinskilinn og stundum á hann til að sviðsetja eða ýkja ýmsar senur, en vitið þið? Mér er ósköp sama um það svo lengi sem að heimildirnar eru traustar og boðskapurinn kemst almennilega til skila, sem hann oftast gerir. Þar að auki kemur hann oftar með góða punkta heldur en slæma. Það fer ekki á milli mála að Bowling for Columbine sé besta og líklega mikilvægasta myndin hans. Sicko er að mínu mati sú skemmtilegasta. Capitalism: A Love Story (frekar þurr titill að mínu mati) er mikilvæg mynd að svo mörgu leyti, en mér finnst einhvern veginn eins og Moore hafi ekki haft nógu mikið áhugavert að segja til að fylla upp í þessa tvo klukkutíma.
Ef það er eitthvað sem mér finnst einkenna myndir Moores þá er það skemmtanagildið. En þrátt fyrir að myndirnar snerti stundum grafalvarleg málefni þá nær Moore alltaf að bæta smá húmor inn við og við. Auk þess flæða myndirnar oftast mjög vel og eru vandlega uppbyggðar. Capitalism hefur þetta ekki. Hún hélt mér límdum við skjáinn fyrsta klukkutímann eða svo, síðan fór efnið út í allar áttir og þá fannst mér eins og ég hafi misst áhugann á allri restinni. Moore fer að kanna slóðir sem annaðhvort fræða mann lítið eða segja manni bara ekkert sem maður þegar vissi ekki áður, eða a.m.k. grunaði um. Hann kemur heldur ekki með neinn heilsteyptan boðskap sem þræðir saman allt það sem við vorum búin að horfa á í þessa tvo tíma, heldur meira er hann bara að segja: "Stattu upp og gerðu eitthvað!" Og þar sem að þetta er ekki mynd um hlýnun jarðar finnst manni eins og sami boðskapur hefði getað virkað í 20 mínútna áróðursvídeói.
Mér finnst það líka orðið þreytt að sjá Michael Moore sífellt standa við anddyri í byggingu og reyna að komast inn eða gargandi fyrir utan með gjallarhorn. Þetta er auðvitað meira gert upp á gamanið, en maður hefur séð þetta svo oft að það er farið að verða pirrandi. Moore reyndar fyllir mjög mikið upp í þessa mynd með efni sem kemur lykilefninu lítið við, og það er líka þreytandi.
Capitalism kemur augljóslega frá hjartanu á Moore og það fer ekki framhjá manni. Hins vegar fannst mér niðurstaðan vera frekar töm og óeftirminnileg miðað við það sem ég hef séð áður frá honum. Moore þarf að sýna meiri reiði, og það greinilega hvetur hann til að ganga lengra. Það er haugur af grípandi efni hér til staðar (og það er erfitt að vera ekki snortin af sumum fjölskyldusögunum) en stundum langt á milli þess. Ég hef séð flestar myndir Moores oftar en einu sinni, en einhvern veginn efa ég að ég nenni að sitja yfir þessari aftur. Kannski mun ég kíkja á fáeina búta, en heildina? Nee...
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Overture Films
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. október 2009
Útgefin:
3. júní 2010