Fimm tilnefndar sýndar um helgina

Græna ljósið sýnir um næstu helgi í Háskólabíói allar myndirnar fimm sem hlotið hafa tilnefningu til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár en tilkynnt verður þann 21. október nk. hver sigurvegarinn verður.

Myndirnar eru eftirfarandi

Antichrist eftir Lars von Trier (Danmörk)
Norður eftir Rune Denstad Langio (Noregur)
Ljósár eftir Mikael Kristersson (Svíþjóð)
Queen Raquela eftir ÓlafJóhannesson (Ísland)
Sána eftir AJ Annilla (Finnland) 

Nánari upplýsingar eru á www.graenaljosid.is