Halo trailer slær í gegn

Neill Blomkamp, leikstjóri District 9, átti upphaflega að leikstýra bíómyndinni Halo eftir samnefndum tölvuleik, en ekki var neitt úr því þar sem Peter Jackson og félagar fengu ekki fjármagnið til þess að gera hana, þannig í staðinn kom D-9. En nú hefur annar leikstjóri verið bendlaður við verkefnið, enginn annar en Rupert Sanders. En hann gerði nýlega trailer fyrir nýjustu útgáfuna af Halo.

Þessi trailer hefur nú gengið um netið eins og eldur um sinu. Ég býð ykkur að horfa á trailerinn og gefa ykkar álit.