Grínast með kynlíf unglinga

Sena frumsýnir myndina Extreme Movie á morgun miðvikudag 29. júlí í Smárabíói og Laugarásbíói. Í tilkynningu frá Senu segir að hér sé á ferðinni mögnuð gamanmynd þar sem gert er grín að kynlífi unglinga. Meðal leikara eru Michael Cera úr Superbad, Jamie Kennedy og Frankie Muniz úr Malcolm in the Middle.