Aðalleikarar
Leikstjórn
"Skítahrúga" væri of jákvæð lýsing
Það er mér óskiljanlegt að framleiðendur séu ekki löngu búnir að átta sig á því að það er ekki mjög heillandi aðdráttur þegar grínmynd ber "Movie" titilinn. Ég býst við að það jákvæðasta sem ég get sagt um Extreme Movie er að hún er ekki sama spoof-mynda tjaran í líkingu við Date-, Epic- eða Disaster Movie. En því miður munar það voða litlu fyrir mig á endanum þar sem þessi mynd er alveg jafn mikill horbjóður og þær voru.
Þessi svokallaða grínmynd á ekki svo mikið sem vídeódreifingu skilið. Þetta er heldur ekki bíómynd, heldur samansafn af alfarið ófyndnum og misgrófum sketsum sem vefjast í kringum söguþráð sem er svo þunnur að það er varla hægt að lýsa honum með stakri setningu. Ef einhver metnaður hefði verið til staðar, þá hefði myndin getað gengið upp á sama hátt og Woody Allen-myndin Everything You Always Wanted To Know About Sex... (sem var heldur ekki það góð) gerði, en í staðinn spilast hún bara út eins og einn feitur einkabrandari eða lélegt árshátíðarvídeó.
Ekki heldur nóg með það að þessi viðurstyggð hafi verið ófyndin bókstaflega allan tímann, heldur tók ég eftir í kreditlistanum að cirka 10 manns hafi skrifað handritið. 10?!? og ekki einn góður brandari! Ég ætla helst ekki að dæma þessa aula (og þ.á.m. leikstjórana) sem pennuðu þetta rugl, en mér finnst að þeir ættu að forðast þennan kvikmyndageira eins og þeir mögulega geta. Eða bara kvikmyndagerð almennt! Það er andleg nauðgun að þurfa að sitja yfir þessu, og mér finnst í raun afrek að ég hafi þraukað út alla lengdina, sem - mér til mikillar ánægju - var þó ekki meira en 75 mínútur.
Ég hvet alla sem telja sig hafa heilasellurnar í lagi að vinsamlegast forðast þetta ógeð. Í alvörunni, Paul Blart: Mall Cop væri skárri kosturinn.
1/10
Það er mér óskiljanlegt að framleiðendur séu ekki löngu búnir að átta sig á því að það er ekki mjög heillandi aðdráttur þegar grínmynd ber "Movie" titilinn. Ég býst við að það jákvæðasta sem ég get sagt um Extreme Movie er að hún er ekki sama spoof-mynda tjaran í líkingu við Date-, Epic- eða Disaster Movie. En því miður munar það voða litlu fyrir mig á endanum þar sem þessi mynd er alveg jafn mikill horbjóður og þær voru.
Þessi svokallaða grínmynd á ekki svo mikið sem vídeódreifingu skilið. Þetta er heldur ekki bíómynd, heldur samansafn af alfarið ófyndnum og misgrófum sketsum sem vefjast í kringum söguþráð sem er svo þunnur að það er varla hægt að lýsa honum með stakri setningu. Ef einhver metnaður hefði verið til staðar, þá hefði myndin getað gengið upp á sama hátt og Woody Allen-myndin Everything You Always Wanted To Know About Sex... (sem var heldur ekki það góð) gerði, en í staðinn spilast hún bara út eins og einn feitur einkabrandari eða lélegt árshátíðarvídeó.
Ekki heldur nóg með það að þessi viðurstyggð hafi verið ófyndin bókstaflega allan tímann, heldur tók ég eftir í kreditlistanum að cirka 10 manns hafi skrifað handritið. 10?!? og ekki einn góður brandari! Ég ætla helst ekki að dæma þessa aula (og þ.á.m. leikstjórana) sem pennuðu þetta rugl, en mér finnst að þeir ættu að forðast þennan kvikmyndageira eins og þeir mögulega geta. Eða bara kvikmyndagerð almennt! Það er andleg nauðgun að þurfa að sitja yfir þessu, og mér finnst í raun afrek að ég hafi þraukað út alla lengdina, sem - mér til mikillar ánægju - var þó ekki meira en 75 mínútur.
Ég hvet alla sem telja sig hafa heilasellurnar í lagi að vinsamlegast forðast þetta ógeð. Í alvörunni, Paul Blart: Mall Cop væri skárri kosturinn.
1/10
Um myndina
Leikstjórn
Adam Jay Epstein, Stephanie Leonidas
Handrit
Andy Samberg, Will Forte, Adam Jay Epstein
Framleiðandi
Dimension Films/The Weinstein Company
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
29. júlí 2009