Rétt í þessu var splunkunýtt plakat að detta inn fyrir aðra myndina af þremur í Millenium-seríunni, Stúlkan sem lék sér að Eldinum (Flickan som lekte med elden), sem byggð er á þekktum skáldsögum eftir Stieg Larsson.
Fyrsta mynd seríunnar, Karlar sem Hata Konur (Män som hatar kvinnor), verður frumsýnd nú á miðvikudaginn næsta og má svo eiga von á framhaldinu núna í október á
þessu ári.
Kvikmyndir.is frumsýnir hér þetta plakat fyrir myndina. Plakatið má sjá hér fyrir neðan, smellið á það fyrir betri upplausn.


