Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Flickan som lekte med elden 2009

(Stúlkan sem lék sér að eldinum, The Girl Who Played with Fire, Millenium: Part 2)

Justwatch

Frumsýnd: 2. október 2009

They Framed Her For Murder And He must Prove Her Innocence

129 MÍNSænska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist hefur ekki verið í sambandi við Lisbeth Salander í nokkurn tíma. Hún lætur sig iðulega hverfa og lætur engan finna sig langtímum saman, eða þar til hún er skyndilega grunuð um þrjú morð. Mikael er handviss um að hún hafi ekki framið þau og nú er komið að honum að leita Lisbeth uppi áður en lögreglan - og sá sem kom sökinni... Lesa meira

Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist hefur ekki verið í sambandi við Lisbeth Salander í nokkurn tíma. Hún lætur sig iðulega hverfa og lætur engan finna sig langtímum saman, eða þar til hún er skyndilega grunuð um þrjú morð. Mikael er handviss um að hún hafi ekki framið þau og nú er komið að honum að leita Lisbeth uppi áður en lögreglan - og sá sem kom sökinni á hana - finnur hana.... minna

Aðalleikarar

Síðri en alveg þess virði að sjá
Þrátt fyrir ýmsa galla var ég mjög hrifinn af fyrstu myndinni í þessum Millenium-þríleik. Hún var stöðluð en náði að bæta það upp með vandaðri framleiðslu og stórskemmtilegum samleik milli aðalleikaranna, Noomi Rapace og Michael Nyqvist. Nú er komið að "miðkaflanum," Flickan som lekte med elden, sem mér þótti ekki eins góð, svo ég segi það strax. Það er ýmislegt sem vantar upp á hana, en þrátt fyrir það get ég alveg leyft henni að sleppa með létt meðmæli, enda mjög fín mynd.

Mér finnst mjög leiðinlegt að Niels Arden Oplev skuli ekki hafa leikstýrt þessari líka. Hann náði að gera svo mikið úr hefðbundnu handriti í hinni myndinni, og vantaði hvergi upp á spennuna eða óþægindin. Hér er Daniel nokkur Alfredson sestur í leikstjórastólinn (og mun hann einnig klára seríuna), sem mér fannst alls ekki standa sig eins vel. Alfredson hefur það reyndar fram yfir Oplev að hann keyrir söguþráðinn á miklu meiri hraða heldur en fyrri myndin gerði. Þessi mynd kemur sér beint að efninu og flæðir almennt betur að mínu mati. Hins vegar vantar heilmikið upp á kraft og stíl hjá manninum. Það vantar allt andrúmsloft inn í myndina og í kjölfarið lítur hún fullmikið út eins og hver önnur sjónvarpsmynd á RÚV. Kvikmyndatakan er góð en kemst ekki með tærnar þar sem fyrri myndin hafði hælana í þeirri deild, enda annar maður þar á bakvið vélina.

Flickan som lekte med elden er af allt öðru kalíberi almennt heldur en Män som hatar kvinnor. Hún er miklu meiri þriller heldur en sakamálasaga og er atburðarásin aðeins öðruvísi. Það finnst mér vera mjög gott, enda hefði ég ekki viljað sjá sömu myndina aftur. Það er samt óneitanlega leiðinlegt hvað Nyqvist og Rapace eru lítið saman í myndinni, og þjáist myndin svolítið fyrir það. Þau eru svo ótrúlega góð saman, og jafnvel í sitthvoru lagi, en út alla myndina bíður maður eftir að þau deili skjánum, en því miður er samvera þeirra vægast sagt stutt. Húmorinn í þessari mynd er heldur ekki eins góður fyrir vikið.

En... ég ætla ekki að vera alfarið neikvæður gagnvart myndinni. Það sem mér líkaði við var t.d. hversu mikið persónulegri hún var, og hvernig hún setur persónusköpunina hjá Lisbeth Salander upp á allt annað stig var mjög áhugavert að sjá. Myndin rennur líka á fínum hraða þó svo að maður finni dálítið fyrir lengdinni, en til að bæta það upp skilur lokakaflinn heilmikið eftir sig.

Ég er of tregur til að segja að þessi mynd sé eitthvað sérstaklega góð. Hún er þess virði að sjá (en bara ef þú sást fyrri myndina) þar sem maður er orðinn vel vanur persónunum og verður auðvitað spennandi að sjá hvernig þriðja myndin heppnast. Ég get þó ekki sagt að ég sé hrikalega spenntur þar sem Alfredson þarf aðeins að bæta sig ef hann ætlar að ljúka þessum þríleik með stæl.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn