Aðalleikarar
Leikstjórn
Hittir næstum því í mark
Ég tel mig vera mikinn aðdáanda myndarinar Karlar sem hata konur sem mér fannst í raun geggjuð og varð býsna spenntur fyrir frammhaldinu sem er nú nokkuð slappari mynd en sú fyrsta. Sú mynd Stúlkan sem lék sér að eldinum ollir manni smávegis vonbrigðum á meðað við hvernig sú fyrsta var og saknaði maður heldur betur hvernig samvinna Blomkvist og Lisbeth gerði myndina svo góða sem hún í raun er(karlar sem hata konur). Stúlkan sem lék sér að eldinum er hinsvegar þrusu góð mynd en engann veginn í þeim klassa sem sú fyrri var í. Þriðja og sú síðasta Loftkastalinn sem hrundi tel ég vera slappasta myndin og það vegna margra ástæðna. Myndin er mjög góð sem og nr. 2 var en báðar verð ég að segja stóðust ekki þær væntingar sem maður ætlaðist af þeim. Sérstaklega þar sem fyrsta var geðveik.
Mér finnst mjög leiðinlegt að Niels Arden Oplev skuli ekki hafa leikstýrt báðum frammhaldsmyndum líka. Honum tókst að halda áhorfandanum algjörlega við efnið frá byrjun til enda í karlar sem hata konur sem maður saknar soldið við hinar tvær og það breytist allt svo mikið í hinum tvemur myndunum þegar samvinna Blomkvist og lisbeth er ekki nein.
Maður finnur fyrir smá óþolinmæði við áhorf myndarinar(Loftkastalinn sem hrundi) og beið maður alltaf eftir því að atburðarrásin færi á fullt af stað sem hún gerir ekki. Hún byrjar vel en róast meir og meir eftir því sem á líður. Samtölin í myndini eru vel flest fín og ná þau að halda sér á skemmtilegu nóttunum og með nett góðum húmori.
Loftkastalinn sem hrundi er góð mynd í heildina er yfirlitið og stendur hún allveg undir ágætis væntingum aðdáanda fyrri myndana. Hún hefði samt getað orðið betri og meira spennandi en það er eingöngu bara mitt álit. Hinsvegar Flott mynd sem hefði kanski mátt leggja meiri vinnu og tíma í til þess að klára þennan lokakafla með stæl.
7/10 finnst það allveg sanngjarnt.
Ég tel mig vera mikinn aðdáanda myndarinar Karlar sem hata konur sem mér fannst í raun geggjuð og varð býsna spenntur fyrir frammhaldinu sem er nú nokkuð slappari mynd en sú fyrsta. Sú mynd Stúlkan sem lék sér að eldinum ollir manni smávegis vonbrigðum á meðað við hvernig sú fyrsta var og saknaði maður heldur betur hvernig samvinna Blomkvist og Lisbeth gerði myndina svo góða sem hún í raun er(karlar sem hata konur). Stúlkan sem lék sér að eldinum er hinsvegar þrusu góð mynd en engann veginn í þeim klassa sem sú fyrri var í. Þriðja og sú síðasta Loftkastalinn sem hrundi tel ég vera slappasta myndin og það vegna margra ástæðna. Myndin er mjög góð sem og nr. 2 var en báðar verð ég að segja stóðust ekki þær væntingar sem maður ætlaðist af þeim. Sérstaklega þar sem fyrsta var geðveik.
Mér finnst mjög leiðinlegt að Niels Arden Oplev skuli ekki hafa leikstýrt báðum frammhaldsmyndum líka. Honum tókst að halda áhorfandanum algjörlega við efnið frá byrjun til enda í karlar sem hata konur sem maður saknar soldið við hinar tvær og það breytist allt svo mikið í hinum tvemur myndunum þegar samvinna Blomkvist og lisbeth er ekki nein.
Maður finnur fyrir smá óþolinmæði við áhorf myndarinar(Loftkastalinn sem hrundi) og beið maður alltaf eftir því að atburðarrásin færi á fullt af stað sem hún gerir ekki. Hún byrjar vel en róast meir og meir eftir því sem á líður. Samtölin í myndini eru vel flest fín og ná þau að halda sér á skemmtilegu nóttunum og með nett góðum húmori.
Loftkastalinn sem hrundi er góð mynd í heildina er yfirlitið og stendur hún allveg undir ágætis væntingum aðdáanda fyrri myndana. Hún hefði samt getað orðið betri og meira spennandi en það er eingöngu bara mitt álit. Hinsvegar Flott mynd sem hefði kanski mátt leggja meiri vinnu og tíma í til þess að klára þennan lokakafla með stæl.
7/10 finnst það allveg sanngjarnt.
Byrjar vel, en...
Mér finnst fúlt að aðstandendur Millenium-seríunnar hafi ekki lagt jafn mikinn metnað í seinni myndirnar og þeir gerðu með fyrstu myndina. Það væri svosem í lagi ef Man som hatar kvinnor (án efa langbesta myndin) væri sjálfstæð bíómynd, en hún er það ekki því hún reiðir sig á ýmsar upplýsingar sem tengjast hinum myndunum líka. Flickan som lekte med elden og Luftslottet som sprängdes eru samanlagðar eins og ein lööööng sjónvarpsmynd, og maður finnur fyrir því að þeim var aldrei ætlað að fara í bíó (aðeins vinsældir fyrstu myndarinnar gerði það að verkum að þær fengu bíóútgáfu). Þær eru útlitslega mun veikari og efnislega lágstemmdari. Þessi þriðja er samt sú slakasta, og ástæðan er sú að það er bara ekki neitt mikið að gerast í henni.
Þrátt fyrir sjónvarpsmyndastílinn er myndin mjög fín til áhorfs og á köflum nokkuð spennandi. Söguþráðurinn - sem er í raun bara framlenging á mynd nr. 2 - heldur prýðisgóðu flæði þangað til að líður að lokaþriðjungnum, sem er alveg merkilega svekkjandi. Þá breytist myndin úr sallarólegum þriller yfir í langdregið réttardrama. Eins og það sé ekki nógu erfitt að gera réttarhöld spennandi í kvikmyndum þá feilar þessi gjörsamlega, ekki bara útaf því að þau eru óáhugaverð heldur fær maður ekkert að vita neitt sem maður vissi ekki áður. Það er bara verið að ræða um upplýsingar eða viðburði úr hinum myndunum án þess að hafa nokkuð nýtt að segja. Ég veit ekki alveg hvað leikstjórinn (Daniel Alfredson - sem gerði einnig nr. 2) var að hugsa með þessu því þessi réttarhöld drepa nánast allan seinni helming myndarinnar. Lokaspretturinn nær rétt svo að keyra myndina af stað aftur þó svo að mér hafi fundist hann vera heldur flýttur. Þetta er nú lokamyndin í þríleiknum. Það er lágmark að hnútarnir séu vel hnýttir.
Sem betur fer er fyrri hlutinn miklu betri (allavega nógu fínn til að leyfa myndinni að sleppa með sexu í einkunn), og leikararnir eru ennþá skemmtilegir. Michael Nyqvist hefur engu gleymt og Noomi Rapace er ennþá traust þó svo að hún geri nánast ekkert í þessari mynd, sem er sorglegt því hingað til hefur hlutverk hennar verið tiltölulega krefjandi. Hérna slappar hún bara af.
Það hljómar eins og ég hafi meira neikvætt um myndina að segja heldur en jákvætt. Gallarnir eru reyndar stórir en afþreyingargildið skilaði sínu þokkalega þó svo að réttarhöldin reyndu gjarnan á þolinmæði mína. Ég býst líka við því að það sé þægilegra að horfa á allar myndirnar í röð eða með stuttu millibili og fylgja sögunni beint úr einum kafla til þess næsta. Ég hef samt ennþá engan áhuga að lesa bækurnar eftir Stieg Larsson. Ef allar myndirnar hefðu reynst vera jafn góðar og sú fyrsta þá hefði ég kannski gert það, en núna? Neh.
6/10
Mér finnst fúlt að aðstandendur Millenium-seríunnar hafi ekki lagt jafn mikinn metnað í seinni myndirnar og þeir gerðu með fyrstu myndina. Það væri svosem í lagi ef Man som hatar kvinnor (án efa langbesta myndin) væri sjálfstæð bíómynd, en hún er það ekki því hún reiðir sig á ýmsar upplýsingar sem tengjast hinum myndunum líka. Flickan som lekte med elden og Luftslottet som sprängdes eru samanlagðar eins og ein lööööng sjónvarpsmynd, og maður finnur fyrir því að þeim var aldrei ætlað að fara í bíó (aðeins vinsældir fyrstu myndarinnar gerði það að verkum að þær fengu bíóútgáfu). Þær eru útlitslega mun veikari og efnislega lágstemmdari. Þessi þriðja er samt sú slakasta, og ástæðan er sú að það er bara ekki neitt mikið að gerast í henni.
Þrátt fyrir sjónvarpsmyndastílinn er myndin mjög fín til áhorfs og á köflum nokkuð spennandi. Söguþráðurinn - sem er í raun bara framlenging á mynd nr. 2 - heldur prýðisgóðu flæði þangað til að líður að lokaþriðjungnum, sem er alveg merkilega svekkjandi. Þá breytist myndin úr sallarólegum þriller yfir í langdregið réttardrama. Eins og það sé ekki nógu erfitt að gera réttarhöld spennandi í kvikmyndum þá feilar þessi gjörsamlega, ekki bara útaf því að þau eru óáhugaverð heldur fær maður ekkert að vita neitt sem maður vissi ekki áður. Það er bara verið að ræða um upplýsingar eða viðburði úr hinum myndunum án þess að hafa nokkuð nýtt að segja. Ég veit ekki alveg hvað leikstjórinn (Daniel Alfredson - sem gerði einnig nr. 2) var að hugsa með þessu því þessi réttarhöld drepa nánast allan seinni helming myndarinnar. Lokaspretturinn nær rétt svo að keyra myndina af stað aftur þó svo að mér hafi fundist hann vera heldur flýttur. Þetta er nú lokamyndin í þríleiknum. Það er lágmark að hnútarnir séu vel hnýttir.
Sem betur fer er fyrri hlutinn miklu betri (allavega nógu fínn til að leyfa myndinni að sleppa með sexu í einkunn), og leikararnir eru ennþá skemmtilegir. Michael Nyqvist hefur engu gleymt og Noomi Rapace er ennþá traust þó svo að hún geri nánast ekkert í þessari mynd, sem er sorglegt því hingað til hefur hlutverk hennar verið tiltölulega krefjandi. Hérna slappar hún bara af.
Það hljómar eins og ég hafi meira neikvætt um myndina að segja heldur en jákvætt. Gallarnir eru reyndar stórir en afþreyingargildið skilaði sínu þokkalega þó svo að réttarhöldin reyndu gjarnan á þolinmæði mína. Ég býst líka við því að það sé þægilegra að horfa á allar myndirnar í röð eða með stuttu millibili og fylgja sögunni beint úr einum kafla til þess næsta. Ég hef samt ennþá engan áhuga að lesa bækurnar eftir Stieg Larsson. Ef allar myndirnar hefðu reynst vera jafn góðar og sú fyrsta þá hefði ég kannski gert það, en núna? Neh.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jonas Frykberg, Stieg Larsson, Ulf Ryberg
Framleiðandi
Music Box Films
Kostaði
$4.000.000
Tekjur
$43.498.108
Frumsýnd á Íslandi:
19. febrúar 2010
Útgefin:
27. maí 2010