Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Män som hatar kvinnor 2009

(Karlar sem hata konur, The Girl with the Dragon Tattoo, Millenium: Part 1)

Frumsýnd: 24. júlí 2009

Fortíðin geymir skuggaleg leyndarmál

152 MÍNSænska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 76
/100
Valin besta erlenda mynd á bresku BAFTA verðlaununum.

Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir meiðyrði í garð viðskiptajöfursins Hans-Eriks Wennerström og ákveður í framhaldi af því að taka sér hlé frá störfum á tímaritinu Millennium. Um sama leyti fær hann einkennilega upphringingu. Henrik Vanger, fyrrum forstjóri hinnar voldugu Vangersamsteypu, vill ráða Mikael til þess... Lesa meira

Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir meiðyrði í garð viðskiptajöfursins Hans-Eriks Wennerström og ákveður í framhaldi af því að taka sér hlé frá störfum á tímaritinu Millennium. Um sama leyti fær hann einkennilega upphringingu. Henrik Vanger, fyrrum forstjóri hinnar voldugu Vangersamsteypu, vill ráða Mikael til þess að skrifa sögu fjölskyldunnar. Fljótlega kemur í ljós að fjölskyldusagan er yfirskin: hið raunverulega verkefni er að komast að því hvað varð um unga frænku forstjórans, Harriet, sem hvarf sporlaust fjörutíu árum fyrr. Mikael Blomkvist er tregur til, en tekur að sér verkefnið. Honum berst aðstoð úr óvæntri átt; kona, Lisbeth Salander, mjóslegin, náföl og tattúveruð, frábær rannsakandi og tölvuséní er fengin til að fylgjast með honum en endar á því að liðsinna honum í málinu.... minna

Aðalleikarar

Varla hægt að gera betur.
Frændur okkar Svíar hafa heldur betur sótt í sig veðrið í kvikmyndaheiminum undanfarin ár. Hin stórgóða sænska hrollvekja "Let the Right One in" er nýkomin á DVD og nú er von á veislu því ,,Karlar sem hata konur" er fyrsta myndin í þríleik sem eru gerðar eftir bókum Stieg Larson. Myndirnar voru allar teknar upp á sama tíma og því eigum við kvikmyndaunnendur von á góðu því þessi mynd er meiriháttar góð.
Í stuttu máli fjallar myndin um blaðamanninn Mikael Blomkvist en hann er fenginn til að rannsaka 40 ára gamalt morðmál. Hann er tregur til að taka málið að sér sem við fyrstu sín virðist óleysanlegt. Eftir því sem hann skoðar það betur koma ljót fjölskylduleyndarmál uppá yfirborðið og uppgjör við fortíðina er óumflýjanlegt.
,,Karlar sem hata konur" er spennumynd af gamla skólanum. Byrjar rólega og byggir upp spennu og fléttan kemur virkilega á óvart, þ.e.a.s. fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina. Styrkleiki myndarinnar felst fyrst og fremst í frábærum leik allra, það stígur engin feilspor og samleikur hinnar hálfísleku Noomi Rapace og Michael Nyqvist er lygilega góður.
Myndatakan er frábær og tónlist góð. Hér er á ferðinni ein besta spennumynd síðari ára. Vissulega er hún löng en maður finnur ekki fyrir því, hún er það áhugaverð. Það er stutt í norrænan húmor sem við Íslendingar ættum að kunna að meta.
Gæðamynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vönduð ræma sem heldur manni við efnið
Djöfull er maður orðinn ánægður með svíanna. Á varla einu ári hafa þeir sett sig heldur betur á kort kvikmyndaáhugamanna með tveimur áhugaverðum og vönduðum myndum: Låt den rätte komma in og þessari.

Frumleiki er ekki sterkasta hlið Män som hatar kvinnor, enda fremur straightforward (en óvenjulega löng) sakamálamynd. Til móts við það er hún ótrúlega vel unnin, vel leikin, spennandi - og jafnvel fyndin - á köflum og nokkuð óþægileg sum staðar. Ég hef ekki hugmynd um það hvernig hún stenst samanburð við samnefndu skáldsöguna eftir Stieg Larsson þar sem að ég hef ekki kynnt mér þessa Millenium-seríu. Það sem ég fékk út úr myndinni var samt nógu áhugavert til að sannfæra mig um að vilja sjá næstu mynd, Flickan som lekte med elden, en miðað við þá hefðbundnu framvindu sem þessi mynd notar tel ég ólíklegt að ég hafi áhuga að lesa bækurnar.

Ég dáðist mikið að stílnum sem leikstjórinn Niels Oplev notar. Kvikmyndatakan ásamt lýsingu er frábær og mun vandaðri en maður sér frá svona myndum frá vestræna heiminum. Klipping og tónlist er líka mjög flott. Leikurinn stendur samt hvað mest upp úr heildinni, og stóð Noomi Rapace sig klárlega best í hlutverki ónýta hakkarans Lisbeth. Hún gjörsamlega eignaði sér þessa mynd þótt þróun persónunnar hafi verið örlítið klisjukennd fyrir minn smekk. Samleikur hennar og Michael Nyqvist er engu að síður afar eftirminnilegur.

Myndin er samt áberandi teygð og Oplev hefði alveg mátt sækja skærin oftar. Hún er þó sem betur fer aldrei langdregin en maður finnur vel fyrir 150 mínútna lengdartímanum, enda óeðlileg lengd fyrir venjulega spennu- og sakamálasögu. Söguþráðurinn er líka frekar lengi að keyra sig af stað og er það ekki fyrr en rúma klukkutíma inn í myndina þar sem að ráðgátan fer almennilega að komast á skrið. Annars, um leið og upplýsingarnar rúlla verður flæðið allt annað og myndin fer í raun að koma manni á óvart, sem er alltaf góður hlutur.

Män som hatar kvinnor er stórfín mynd þegar á heildina er litið. Hún hefur prýðis afþreyingargildi og græðir mest á flottu útliti og ákaflega góðum leik. Það tvennt hífur upp standard en athyglisvert plott og tryggir á endanum þokkaleg meðmæli á heildina.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.09.2017

Nýtt í bíó - Flatliners

Spennumyndin Flatliners verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Í tilkynningu frá Senu segir að hér sé á ferðinni þrælgóður spennutryllir sem fær hárin til að rí...

30.05.2011

Bandarískir karlar sem hata konur

Núna var að berast um allt internetið fyrsti trailerinn fyrir myndina The Girl With the Dragon Tattoo, sem er endurgerð á fyrstu myndinni í Millenium-þríleik Steigs Larsson (við þekkjum hana auðvitað sem Karlar sem hata kon...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn