Listi DVD mynda júnímánaðar kominn upp

Fyrir þá sem nenna ekki að bíða eftir Myndir Mánaðarins blaðinu þá erum við hér hjá Kvikmyndir.is (en ekki hvað?) búnir að birta heildarlistann yfir þær DVD myndir sem lenda í næsta mánuði.

Það eru nokkrar virkilega góðar myndir á leiðinni í júní sem ég persónulega myndi vilja vekja athygli á, svosem Óskarstitlarnir Slumdog Millionaire, The Wrestler og The Curious Case of Benjamin Button. Mæli líka með Let The Right One In og Flash of Genius með Greg Kinnear. Krakkar sem og fjölskyldur hafa einnig beðið lengi eftir að Disney-myndin Bolt komi út, svo það er nóg fyrir alla.

„Áhugasamir“ geta svosem hlakkað til að fá Paul Blart: Mall Cop og The Pink Panther 2 í hillurnar sínar, ef út í það er farið. Annars getið þið skoðað listann sjálf með því að smella hér.