Nýjasta mynd kvikmyndagúrúsins Quentin Tarantino, Inglourious Basterds (passa að skrifa þetta rétt!) var ein eftirvæntasta myndin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár. Eins og margir vita, þá olli Pulp Fiction heilmiklum usla á sínum tíma þegar hún kom öllum á óvart og endaði með því að hreppa Gullpálmann, sem auðvitað setti Tarantino í hálfgerða guðatölu.
Samkvæmt The Hollywood Reporter mun sagan ekki endurtaka sig núna. Gagnrýnendur biðu spenntir eftir að sjá Inglourious Basterds, sem er talin vera eitt af draumaverkefnum leikstjórans, enda hefur hún verið á leiðinni í meira en áratug. Tarantino hafði áður ætlað sér að gera myndina með Sylvester Stallone og Michael Madsen svo einhverjir séu nefndir, en það varð aldrei neitt úr því.
Sem betur fer var lítið hraunað yfir myndina, eins og t.d. gerðist þegar The Da Vinci Code var forsýnd þar fyrir þremur árum síðan, en flestir voru sammála því að hún var allt öðruvísi en það sem hún gat orðið. Menn segja meðal annars að myndin lofi miklu ofbeldi en bjóði einungis upp á ofaukinn skammt af samtalssenum í staðinn, og eru mjög skiptar skoðanir á þeim samtölum sem eru í myndinni.
Hérna er smá brot af því sem gagnrýnendur hafa verið að segja:
„Not enough scalps. While it’s good and there are fun elements it’s rather dialogue led than jam-packed with action.“ – Daily Mail
„There are some nice-ish performances but everything is just so boring.
He should perhaps go back to making cheerfully inventive outrageous
films like Kill Bill. Because Kill Adolf hasn’t worked out.“ – Guardian
„Cannes normally adores Tarantino, but this time? It’s not so much inglorious as undistinguished.“ – Daily Telegraph
Dómarnir hafa hægt og hægt verið að týnast inn og má m.a.s. finna nokkra ansi jákvæða. Það sem veldur þó mestu vonbrigðunum er að Tarantino hefur víst sjálfur lofað aðdáendum sínum slatta af blóði og ofbeldi en feilað á því að matreiða slíkt í réttu magni. Þótt þetta séu ekki bestu fréttir fyrir Inglourious Basterds, þá er engu að síður öruggt að hún eigi eftir að vekja athygli þegar hún verður frumsýnd.
Myndin ratar í íslensk kvikmyndahús þann 4. september.

