Hugh Jackman ( X-Men ) og Christopher Walken ( Sleepy Hollow ) eru að fara að leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Found in the Street sem byggð er á skáldsögu Patricia Highsmith ( The Talented Mr. Ripley ). Fjallar sagan um innhverfan miðaldra öryggisvörð sem finnur veski á götunni og skilar því til eigandans sem er ungur og sterkefnaður maður. Leiðir þeirra liggja aftur saman síðar þegar það kemur í ljós að þeir eru báðir ástfangnir af sömu gengilbeinunni, en hún verður leikin af Kirsten Dunst ( Bring It On ).

