Sólskinsdrengurinn beint á toppinn á Íslandi

 Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sólskinsdrengurinn, skellti rétt rúmum 3,5 milljónum í kassann yfir síðastliðna helgi og kom sér því beint á toppinn yfir vinsælustu myndirnar sem voru sýndar á Íslandi helgina 9. til 11. janúar 2009.

Sólskinsdrengurinn segir sögu Margrétar, sem hefur reynt allt til að
koma syni sínum til hjálpar. Keli er ellefu ára og með hæsta stig
einhverfu. Þó Margrét eygi ekki mikla von fyrir hönd Kela brenna á
henni margar spurningar um það dularfulla og flókna ástand sem
einhverfa er. Hún heldur m.a. til Bandaríkjanna, þar sem hún ráðfærir
sig við vísindamenn á sviði einhverfu og kynnir sér ólíkar meðferðir
við henni. Jafnfram hittir hún foreldra einhverfra barna sem eiga sama
baráttumál og hún; að brjóta niður múrinn milli barnanna og umheimsins.

RocknRolla (1,7 milljónir) kemur ný inn í 4.sætið og Changeling (1,3 milljónir) og Seven Pounds (1,3 milljónir) koma nýjar inn í 6. og 7.sætið.

Þess má til gamans geta að við höfum endurbætt topplistana okkar hér á Kvikmyndir.is – nú má sjá 20 vinsælustu myndirnar í kvikmyndahúsum og mynddiskaleigum, en áður var hægt að sjá þær 10 vinsælustu.

Smelltu hér til að sjá topplistana