Viltu vinna Twilight bókina?

Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem að Kvikmyndir.is hefur uppi tvær getraunir á sama tíma, en fyrir þá sem hafa áhuga að reyna að vinna sér inn íslensku útgáfuna af Twilight bókinni, þá þurfið þið ekki að leita lengra.

Twilight er fyrsta bókin af fjórum í gríðarlega vinsælli vampíruseríu. Bíómyndin verður síðan frumsýnd núna á föstudaginn næsta, en einnig verða forsýningar á fimmtudeginum.

Til að eiga séns á því að vinna ykkur inn eintak af þessari bók, þá þurfið þið að svara aðeins einni spurningu, sem hljóðar svo:

– Hvað heitir höfundur bókanna?

Sendið mér svarið á tommi@kvikmyndir.is – Ég mun draga úr réttum svörum og hef samband við vinningshafa fyrir hádegið á morgun (fimmtudaginn), svo fylgist endilega með póstinum ykkar.

Til gamans má geta að við erum einnig með getraun fyrir The Dark Knight, en þú getur líka átt möguleika á fríum DVD disk með því að smella hér.