Náðu í appið
11
Bönnuð innan 12 ára

Twilight 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. desember 2008

When you can live forever what do you live for?

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Hin 17 ára Bella Swan flytur í smábæinn Forks í Washington til að búa með föður sínum. Bella laðast fjótt að bekkjarfélaga sínum, hinum forvitnilega Edward. Brátt kemur í ljós að Edward reynist vera 108 ára gömul vampíra sem lítur aðeins út fyrir að vera jafnaldri Bellu. Fyrr en varir verða þau ástfangin, en um leið og aðrar nálægar vampírur frétta... Lesa meira

Hin 17 ára Bella Swan flytur í smábæinn Forks í Washington til að búa með föður sínum. Bella laðast fjótt að bekkjarfélaga sínum, hinum forvitnilega Edward. Brátt kemur í ljós að Edward reynist vera 108 ára gömul vampíra sem lítur aðeins út fyrir að vera jafnaldri Bellu. Fyrr en varir verða þau ástfangin, en um leið og aðrar nálægar vampírur frétta af þessu sambandi þeirra verður allt brjálað og Edward - ásamt sinni eigin ætt af vampírum - ákveður að gera allt sem þarf til að tryggja öryggi Bellu.... minna

Aðalleikarar


Ég ætlað að tala opinskátt um plottið í þetta skipti. Unglingstelpa flytur í smábæ Bandaríkjunum og kynnist dularfullum strák. Hún kemst mjög fljótlega að því að hann er, bamm bamm, nosferatu, das vampyr! Myndin minnir töluvert á The Lost Boys að því leiti að vampírur eru notaðar sem einskonar myndlíking fyrir unglingaveiki og uppreisnarseggi. Það eru auðvitað fleiri vampírur á sveimi og maður nær alltaf að koma auga þær strax bara byggt á húðlit og hegðun.

Það gerist allt of lítið í myndinni og flest er frekar fyrirsjáanlegt. Mikill tími fer í að útskýra hvað vampýrurnar gera, þ.e. sofa ekki, borða ekki, yadi yada yada. Robert Pattinson sem leikur dularfulla strákinn er allt of steiktur með Elvis hárið sitt og vandræðalegur þó að hann eigi að vera næstum 100 ára. Allt þetta með að vampýrur lifa eðlilegu lífi sem spila t.d. hafnarbolta fannst mér eitthvað draga úr dulúðinni. Þessi mynd virkaði einfaldlega ekki fyrir mig. Horfið frekar á The Lost Boys aftur, hún er 20 sinnum betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tóm tjara
Ekkert smá leiðinleg mynd um stúlku sem verður ástfangin af meinlausustu, væskilslegustu og klígjulegustu vampýru sem sögur fara af. Twilight er algjörlega innihaldslaus og heimsk, samtölin pínleg og fátt sem vekur áhuga. Byggð á bók sem greinilega hefur verið að reyna að sýna einhverja nýja hlið á vampýrum en það bara er ekki að ganga. Vampýrufjölskyldan í þessari mynd er basically eins og klippt úr einhverjum dramatískum sjónvarpsþætti, þarf að segja meira? Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Twilight, byrjunin er þó flott og fær eina stjörnu fyrir það en jafnvel það er tæpt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Æjji Kjána Prik....

Eftir að hafa lesði The Twilight Saga frekar nýlega beið ég mjög spennt eftir myndinni. Ég, reyndar var ekki að búast við miklu, eftir mikla reynslu gagnvart Harry Potter myndunum, en það er samt alltaf eitthvað við að sjá ein af uppáhalds bókunum þínum á stóra skjánum. Og alltaf eitthvað við að verða fyrir sömu vonbrigðunum. Eitt orð sem lýsir myndinni fullkomlega: Kjánalegt!

Áður en ég sá myndina var ég mjög ánægð með leikaraval myndarinnar en eftir að hafa séð myndinna verð ég eiginlega að mótmæla. Rob Pattinson er sosem ágætur leikar, meira pretty-boy en leikari þó. Pattinson ætti helst að halda sig við tónlist frekar en leik, því trúið mér en hann er mun betri tónlistar maður en leikari, en hann átti einmitt tvö lög í myndinni. Kristen Bell var aðeins reið of sem Bella og í raun ekki nógu mikill klaufi. Bella og Edward saman voru ágæt, en hægt er að líkja chemestry milli E og B í bókinni og E og B í myndinni svona: Kvikmynd: Æjj en sætur lítill kjánalegur neysti. Bók: Nokkur þúsundir volt á milli tveggja einstaklinga, kannski hætturlegt?... Svo aðeins að vellta sér fyrir hvað fór rangt þar.
Kellen Lutz og Nikki Reed náður bæði karakterum sínum jög vel, Nikki Reed kom mér á óvart og náði Roalie mjög vel sem algjörri tussu. Einnig náði Jackson Rathbone Jasper Hale vel en ég vildi að ég gæti sagt það sama um Ashley Greene sem Alice, hún fór bara hreint út sagt í taugarnar á mér, hún var bara léleg. Og sem aðdáandi bókanna var hún ömurlega Alice. Taylor Lutner náði aðdáun sinni sem Jacob á Bellu einstaklega vel, og hef á tilfinningunni að hann sé góður Jacob, en við komumst af því í næstu mynd þar sem hann er aðahlutverk, nema auðvita að því verði eitthvað breytt. Ég er samt í pínu efa um leikhæfileika hans.

Cathrine Hardwicke átti ekki að leikstýra þessari mynd, Sorry, þetta var bara ekki hennar stíll af mynd. Sumir leikstjórar eru góðir að aðlaga sig að mismunandi gengre rétt eins og sumir leikarar eru góðir karakter leikarar, en Cathrine Hardwicker á að halda sig að sínu gengre...sem eru ekki vampýru myndir!

Smá innskot: Skógaratriðið var hrein disaster. Þetta var nokkrum fallegum og löngum atriðum (köflum) í bókinni sett saman í eitt virkilega mishepnað og biturt atriði.

Það sem fór eflaust mest í taugarnar á mér við myndina hefur ekkert með leikara eða söguþráð að gera, heldur var það myndataka og klipping. Persónulega fannst mér of mikil hreyfing á myndavélinni miðað við gerð myndar, þ.e.a.s. þetta var ævintýra/unglinga mynd ekki The Bourn Idendity. Vanalega hef ég ekkert á móti close-ups, en ég verð að setja út á það í Twilight, það var bara einum og mikið af þeim, og það mætti halda að Ed Wood hefði komið og verið með í anda við upptökur myndarinna miðað við svipina sem karakterarnir voru með í þeim tökum, sérstaklega Edward; Ofur reiður, vandræðalegt og svo kjánalegt. Líka var ég ekki að fíla hvernig myndin var klippt, eða réttara sagt ákveðin atriði voru klippt allt of mikið, veit ekki hvernig ég á að útskýra það, í staðin skal ég koma með dæmi: Bella að “konfronta” Edward á spítalanum eftir bílslysið þar sem þau tala reiðilega við hvort annað, og myndavélin fer frá honum yfir á hana, svo frá henni yfir á hann o.s.f. og þá meina ég “o.s.f.” allt of mikið, þetta atriði hefði virkað mun betur hefði það verið ein taka.

Ég vona hreinlega að fólk sem vill lesa bækurnar hætti ekki við eftir að hafa séð þessa mynd, því myndin er svo röng túlkun á bókinni. Það sem var mest heillandi við bókina var forvitnin á milli Edward og Bellu, og hversu mikið þau þráðu að vita meira um hvort annað og skilja hvort annað, sem leiddi að þessari svokölluðu “Forboðnu ást”. Bókinn er fyrst og fremst um þau og vondu kallarnir bara eitthvað lítið aukaatriði til að byggja upp næstu bækur. Þetta vantaði algjörlega í myndina, já Stewart og Pattinson náðu vel saman, en það vantaði forvitnilega tónin í myndina, það vantaði algjörlega tilfininguna að þau virkilega elskuðu hvort annað meira en allt. Edward og Bella eru nútíma Romeo og Julia, og myndin skilaði sambandi þeirra sem klaufalegu “teen-crush” sambandi. Áhorfendur fá ekki að connecta við þessa tvo karaktera jafn mikið og lesendur bókana fá. Þannig ég hvet alla til að lesa bókina og sjá hverju þeir eru að missa af. Lesa kannski fyrstu þrjár og sleppa svo síðustu.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bitlaus vampírumynd
Sjaldan hef ég séð eins viðburðarlitla og hæga mainstream unglingamynd og Twilight, og ég er enn að reyna að sjá hvað það er við þetta fyrirbæri sem heillar heilu unglingakynslóðirnar upp úr skónum umhverfis heiminn. Ég hef náttúrlega ekki lesið bækurnar eftir Stephenie Meyer (mér skilst að þær séu fjórar í seríunni), og það útskýrir ýmislegt. Kannski eru þetta sjúklega grípandi sögur. Ég get m.a.s. alveg ímyndað mér það því efniviðurinn er ansi áhugaverður, en einhvern veginn efast ég um að ég komist að því héðan af, þar sem að kvikmyndaútgáfan hvetur mig engan veginn til að vilja lesa restina.

Stærsti gallinn við þessa mynd (og kannski þjáist bókin af því sama. Hef ekki hugmynd) er einfaldlega klaufalegur frásagnarháttur. Myndin er virkilega hæg og tekur sinn tíma að byggja upp samband aðalpersónanna, sem að væri alls ekki slæmur hlutur ef að handritinu hefði tekist að fá mann til að halda eitthvað með þeim. Það var ekki viljandi að minni hálfu, en mér var einhvern veginn nokkuð sama um Edward og Bellu, og aldrei fann ég fyrir því að þau *ættu* að vera saman. Kannski er það líka vegna þess að sumar senurnar á milli þeirra eru meira hallærislegar heldur en hlýjar og fallegar, enda eru þau Kristen Stewart og Robert Pattinson sífellt með svo þunglynd svipbrigði út alla myndina að það er stundum erfitt að taka þau alvarlega. Ég fann allavega ekki fyrir neinni "kemistríu," og ef að slíkt feilar í ástarsögu, þá er afskaplega lítið eftir... Uppbyggingin að sambandinu þeirra er líka voða furðuleg. Ég er allavega viss um að flestar unglingsstelpur myndu telja það óhugnanlegt að gaur nokkur - alveg sama hversu myndarlegur hann er - elti þær víða út um allan bæ (enginn heyrt um orðið "stalker"?) og horfir síðan á þær sofandi. Nei nei, þetta þykir víst bara mjög rómantísk nálgun í þessari sögu, og sýnir greinilega mikið frumkvæði. Er ekki í lagi???

Illmenninn eru líka algjör brandari. Þau eru alveg svakalega vannýtt og einföld. Cam Gigadent (sem nýlega lék í einni uppáhalds "lélegu" myndinni minni, Never Back Down) skýtur upp kollinum snemma í myndinni og útaf einhverjum ástæðum hverfur hann síðan í dágóðan tíma og kemur ekki aftur fyrr en alveg nálægt endanum. Annað hvort var þessi maður til staðar sem uppfylling í annars heldur tómlegri sögu, eða hann hefur verið mikið klipptur út úr lokaútgáfunni. Ég giska á hið fyrrnefnda.

Eins og glöggir unnendur kvikmynda ættu að vita, þá eru til alltof fáar vampírumyndir sem eitthvað er varið í. Twilight fer kannski einhverjar nýjar leiðir, en hún er samt alveg hlægilega bitlaus miðað við umfjöllunarefnið. Leikstjórnin er metnaðarfull en hún virkar rosalega stirð, jafnvel kjánaleg. Samspil leikara er svo flatt að hálfa væri nóg og andrúmsloftið virkar jafnvel stolið úr betri vampírumyndum. Ég geri mér grein fyrir því að 14 ára stelpur eru stærsti markhópur myndarinnar, og meðan að þær sjá eitthvað gott í þessu, þá er heildin að gera eitthvað rétt. Einnig er aldrei að vita nema aðdáendur bókanna sjá eitthvað miklu betra í þessu. Allavega sem hlutlaust álit, þá var ég ekkert alltof hrifinn. Leigið ykkur frekar hina sígildu '80s vampírumynd, The Lost Boys.

4/10

Á endanum mun ég sennilega horfa á framhaldsmyndina, New Moon, en einhvern veginn eru væntingar ekki hátt stilltar.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn